“Two street cops are in for a wild night.”

Þessi mynd er byggð á nokkuð skemmtilegri hugmynd. Ef t.d. Lord of the Rings heimurinn hefði þróast í tvö þúsund ár og endað í siðmenningu líkt og við þekkjum í dag gæti útkoman orðið eins og heimurinn í Bright. Álfar, orkar og menn lifa saman í samfélagi fordóma og stéttaskiptingar og galdrar leynast ennþá þótt lítið sé vitað um þá.

Eins áhugaverður og mér fannst þessi heimur vera olli myndin miklum vonbrigðum. Sagan er klysjukennd og fyrirsjáanleg og persónur óáhugaverðar. Mér fannst besta og mannlegasta persónan vera orkalöggan leikin af Joel Edgerton. Will Smith var meira og minna persóna hans úr Bad Boys. Það eru nokkur fín hasaratriði og það er gaman að þessum heimi en myndin fannst mér mislukkuð.

“If you act like my enemy… you become my enemy.”

Leikstjóri: David Ayer (Harsh Times, End of Watch, Suicide Squad)