„A story of the most precious moments in woman’s life!“

David Lean er besti breski leikstjóri allra tíma. Það er eitthvað sem er í raun óumdeilt. Hann er sennilega þekktastur fyrir þær myndir sem hann gerði á seinni hluta ferilsins (Doctor Zhivago, The Bridge on the River Kwai, Lawrence of Arabia) en áður en hann gerði þær leikstýrði hann nokkrum af bestu svarthvítu myndum allra tíma eins og Brief Encounter.

Brief Encounter er gerð eftir stuttu leikriti sem heitir Still Life. Framleiðiendur tóku áhættu og réðu nokkuð óþekkta leikara í aðalhlutverkin, Celia Johnson og Trevor Howard. Myndin fjallar um ókunnugt fólk sem hittist af tilviljun á lestarstöð og verða ástfangin. Bæði eru gift og nokkuð hamingjusöm svo þetta óvænta atvik snýr lífi þeirra á hvolf. Það er mjög áhugavert að fylgjast með hvernig þau þurfa að berjast við eigin samvisku þar sem hvorugt þeirra vill særa sína ástvini. Myndinni er frábærlega leikstýrt, leikarar standa sig af mikilli prýði. Sannkölluð klassík.

„It’s awfully easy to lie when you know that you’re trusted implicitly.“

Leikstjóri: David Lean (Great Expectations, Oliver Twist, Doctor Zhivago, The Bridge on the River Kwai, Lawrence of Arabia)