À bout de souffle er fyrsta mynd eins virtasta og vinsælasta franska leikstjóra allra tíma, Jean-Luc Godard. Godard var hluti af því sem kallað var „nýbylgjan“ (Nouvelle Vague) sem einkenndist af tilraunastarfsemi og þjóðfélagsádeilu. Dæmi um annan nýbylgjuleikstjóra er t.d. François Truffaut. Þessi mynd þótti mjög djörf á sínum tíma bæði í stíl og efni. Myndin fjallar um mann sem drepur lögreglumann og er að vandræðast í ástarsambandi á meðan hann forðast það að vera gómaður. Mér fannst gaman að sjá París árið 1960. Ég verð að segja að borgin hefur ekkert breyst, sem er hluti af sjarma hennar. Myndin hafði mikil og víðtæk áhrif á sínum tíma en mín nútíma augu eiga erfitt með að ímynda sér hvernig var að sjá þessa mynd fyrir um 50 árum. Ég get bara sagt, þetta er áhugaverð mynd sem var gaman að sjá.

„When the French say a second, they mean five minutes.“

Leikstjóri: Jean-Luc Godard (Alphaville, Vivre sa vie, Pierrot le fou)