Ertu ákveðin/n á því að kíkja á Jason Bourne bráðlega en nennir ekki alveg að leggja í þríleikinn aftur?
Áttu kannski erfitt að aðgreina atburði Supremacy frá Ultimatum?

Ef svo, þá er lukkan með þér og aðalleikarinn sjálfur, Matt Damon, ætlar að aðstoða þig með að muna helstu plottpunktana úr fyrstu þremur Bourne-myndunum (því auðvitað er öllum drullusama um spinoff-myndina The Bourne Legacy)… á aðeins 90 sekúndum.

Bourne-myndirnar eru kannski ekkert sérlega þungar á plotti og kæmi ekki á óvart ef þríleikurinn síist í eina móðu hjá mörgum, enda mestmegnis byggðar í kringum það að herra Bourne er eltur uppi af hættulegu fólki á meðan hann leitar að svörum í tengslum við fortíð sína…
Beisikk.

Skemmtilegar myndir samt, og vonum að Jason Bourne, sú fjórða (eða ‘fimmta’?) í röðinni, hristi aðeins upp í þessu og gefi þessari fínu seríu nýtt spark.

Myndin er nýkomin í bíó.