“Some stars shine forever.”

Borg McEnroe fjallar um goðsagnakennt einvígi tennisstjarnanna Björn Borg og John McEnroe árið 1980. Þessir kappar voru mjög ólíkar týpur sem kemur skýrt fram í myndinni. Borg var þessi rólegi, nánast laus við tilfinningar á meðan McEnroe lét oft tilfinningarnar stjórna sér. Björn Borg er leikinn af einum besta leikara þjóðarinnar, Sverri Guðnason, sem stendur sig frábærlega vel. Hann smellpassar í hlutverkið enda sænskumælandi og nokkur líkur Borg. Shia LaBeouf er fínn líka en fær þó minni tíma á skjánum til að þróa sína persónu. Þetta er fín íþróttamynd en hún nær þó ekki að byggja upp eins mikla spennu og maður vonast eftir.

“I´m just like everybody else, I´m not a machine.”

Leikstjóri: Janus Metz (Armadillo)