Það tók ekki langan tíma fyrir framleiðendur að gefa grænt ljós á meiri byssu- og slagsmálahasar frá eðaltöffaranum John Wick, og Keanu Reeves var snöggur að þiggja það. Á næsta ári mun hann snúa aftur með nýjan félagsskap og eflaust nóg af skotmörkum.

lr_peter-421Heimildir segja að John „Baba Yaga“ Wick muni að þessu sinni berjast við atvinnumorðingja sem leikinn er af rapparanum Common. Nýlega bættust síðan við engir aðrir en Peter Stormare (Fargo, 22 Jump Street, Until Dawn) Riccardo Scamardo (úr Burnt) og ein áhugaverðasta leikkona þessa árs, Ruby Rose (úr Orange is the New Black). Ekki er svosem vitað alveg til um hvað hlutverkin munu leyna á sér en það kæmi undirritaðri persónulega á óvart ef Stomare léki virkilega góðan gæja. Skoðið bara ferilinn hans.

En ásamt þeim nýju snúa aftur þeir John Leguizamo, Thomas Sadoski, Lance Riddick og Ian McShane sem aðdáendur fyrstu myndarinnar muna ef til vill vel eftir.

Tökur eru hafnar í Róm. Myndin ætti að nást í bíó um þetta leyti á næsta ári.