„Vote first. Ask questions later.“

Þessi mynd er frumraun hins hæfileikaríka Tim Robbins sem leikstjóra. Þetta er mockumentary mynd um syngjandi þingmann sem á að vera einhveskonar blanda af Bob Dylan og …ja skíthæl. Bob Roberts er hræsnari dauðans og ferlega spilltur. Myndin er mjög skemmtileg og uppátæki þingmannsins koma sífellt á óvart. Það er fullt af frægum nöfnum í cameo hlutverkum eins og Susan Sarandon, Alan Rickman, James Spader, John Cusack, Helen Hunt og Jack Black. Kjánaleg og fyndin mynd en með alvarlegum undirtóni.

„Don’t smoke crack. It’s a ghetto drug. „

Leikstjóri: Tim Robbins (Dead Man Walking)