Woody Allen er einskonar Bob Dylan kvikmyndanna. Hann framleiðir mikið efni og líkt og Dylan eru gæðin misjöfn á milli ára en annað slagið kemur algjör snilld frá honum. Blue Jasmine er ein besta mynd Allen síðustu ára. Það er frábært samansafn af leikurum hér á ferð. Cate Blanchett hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Hún þarf að vera á nálum nánast alla myndina, á barmi taugaáfalls eða gjörsamlega búin að missa vitið.

Mér fannst skemmtilegur bónus að fá grínistana Andrew Dice Clay og Louis C.K. í aukahlutverkum. Dice Clay er ekki beinlínis þekktur sem gæða leikari en hann passar fullkomlega í hlutverk sitt í þessari mynd. Woody Allen er svolítið að leika sér með formið í þessari mynd. Hann hoppar fram og aftur í tímann sem heldur áhorfandanum á tánum og gerir myndina skemmtilegri að horfa á.

„Anxiety, nightmares and a nervous breakdown, there’s only so many traumas a person can withstand until they take to the streets and start screaming.“

Leikstjóri: Woody Allen (Annie Hall, Manhattan, Husbands and Wives, Match Point, Vicky Christina Barcelona)