„Tamed by a brunette, framed by a blonde, blamed by the cops!“

The Blue Dahlia er steríótýpan af klassískum noir myndum. Við erum með tvær femme fatale gellur, mann sakaðan um morð og nokkra skíthæla sem koma til greina sem alvöru morðinginn. Fram á síðustu stundu er áhorfandinn að reyna að leysa gátuna sem er alltaf skemmtilegt. Alan Ladd er í aðalhlutverki og stærsta nafnið í aukahlutverki er Veronica Lake sem var talsverð stjarna á sínum tíma. Það er svo sem engin stjörnuleikur en það eru allir góðir þrátt fyrir það. þessi er mjög solid skemmtun og verðskuldar að vera kölluð klassík.

„You’ve got the wrong lipstick on, Mister.“

Leikstjóri: George Marshall (How The West Was Won, Murder He Says)