Á einstöku og fallegu augnabliki árið 1997 sá íslenska þjóðin útgáfu af þessu snælduvitlausa kvikmyndaverki, sem enn í dag er erfitt að trúa að sé til. Blossi fjallar um hinn eirðarlausa Robba, ljóskuna Stellu og sameiginlega vin þeirra, dópsalann Úlf. Eftir að Robbi missir kókböggul í sjóinn ákveða hann og Stella að halda upp í stefnulausa bílferð hringinn í kringum landið, í von um að fresta uppgjörinu við Úlf eins lengi og hægt er.

Þrátt fyrir að myndin sé illa leikin, afvegaleidd og með slæmt handrit; þá er hún engu að síður gullið áhorf sem  reynist einkennilega hrífandi ef maður flýtur bara með. Rennslið hefur sinn sjarma, fílingurinn subbulega líflegur og suma frasa sem eru svo æðislegir/vondir að þau eru endalaust kvótanlegir („Snýst allt um prinsipp!“… „Lífið er pizza með engu nema sósu.“). Allt „Stefnuleysið“ virðist hluti af upplifuninni og táknar myndin djarfa stefnu sem iðnaðurinn okkar þorir aldrei að taka. Síðan eiga íslenskar myndir erfitt með að toppa þetta soundtrack.