Á miðvikudaginn 8. nóvember – kl. 20 í Laugarásbíói – verður haldin sýning á vegum Bíóvefsins á myndinni Stronger, með Jake Gyllenhaal í enn einu aðalhlutverkinu þar sem hann sýnir sín sterkustu tilþrif.

Jeff Bauman lifði af sprengjutilræðið við endamark Boston-maraþonhlaupsins 15. apríl árið 2013. Þrjár manneskjur létu lífið í hryðjuverkinu og um 260 slösuðust, þar af fjórtán manns sem misstu einn eða fleiri útlimi.

Jeff Var einn af þeim og missti báða fótleggi. Seinna meir varð Jeff að táknmynd vonar og fjallar myndin um hvernig hann sneri ógæfunni sér í vil.

Myndinni er leikstýrt af David Gordon Green (sem m.a. gerði All the Real Girls, Pineapple Express, Prince Avalanche og Joe) og hefur fengið flottar viðtökur að utan.

Þetta verður eina skiptið sem Stronger verður sýnd í íslensku bíói, enda búið að staðfesta það að hún fari ekki í almennar sýningar.

Myndin verður sýnd án texta og nýja endurbætta AXL sal Laugarásbíós.

Miða má nálgast hér.