Flippaða spæjaramyndin Kingsman: The Secret Service var einhver óvæntasti glaðningur síðari ára, þessi póstmóderníski óður leikstjórans Matthew Vaughn til gamaldags njósnamynda – með smá svona „Kick-Ass kryddi“. Myndin tók sig aldrei of alvarlega og sýndi fram á að Colin Firth væri þrefalt harðari maður heldur en við gátum búist við.

Þess vegna – í tilefni af frumsýningu framhaldsmyndarinnar – langar okkur til að njóta þeirrar fyrstu aftur í bíósal sem upphitun. Og síðan forsýna nýju myndina, strax eftirá.

Hárrétt. Bíóvefurinn verður ekki bara með fyrstu forsýningu landsins á Kingsman: The Golden Circle, heldur verður blásið til tvöfaldrar sýningar – miðvikudaginn 20. september í Smárabíói, í Dolby Atmos. Og ekki í þrívídd.
Vei.

Verðið á sýninguna er 2200 kr. og eru miðar aðgengilegir HÉR. Ekki er hægt að kaupa miða á bara aðrahvora myndina. Þetta er pakkadíll.

Sýningin hefst kl. 18:30. Báðar verða hlélausar og verður aðeins gerð korterspása á milli mynda (pizzur verða á staðnum!).

The Secret Service er 129 mínútur að lengd.
The Golden Circle er 141 mín.


Þið getið fylgst með öllum upplýsingum varðandi sýninguna á Facebook-síðunni okkar. Öllum fyrirspurnum verður einnig svarað þar, eða hér á kommentsvæðinu.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Hjálpið okkur endilega að smala fólki á viðburðinn sem sá aldrei fyrri myndina í bíó, eða punktur.
Þetta verður STUÐ!