Það er vægt til orða tekið að segja að George Lucas hafi feisað harða gagnrýni undir lok síðustu aldar þegar hann sló á viðkvæma strengi hjá hörðum Star Wars-fíklum… eða öllum sem sækjast í vandaðar frásagnir eða tilþrifaríkan leik. Í stað þess að tapa sér í réttu nostalgíunni fengu þeir tölvuleikjasenur, flatan húmor, ómanneskjulega rómantík eða svæfandi stjórnmál og hormónafullt væl um sand eða svik.

Hins vegar á forsöguþríleikurinn einnig sýnar björtu hliðar, og eitthvað af þeim. Hverjar þær eru er eitthvað sem Sindri og Tommi eru ekki alltaf sammála um. En hvað sem Goggi Lucas var að spá með sumar ákvarðanir sínar er eitthvað sem allir aðdáendur seríunnar geta verið sammála um að sé títanísk ráðgáta.

Smelltu hingað til að skoða Bíótalið fyrir upprunalega þríleikinn.