Kvikmyndahús hafa fyrst og fremst alltaf snúist um upplifun. Upplifunina að horfa á mynd í bíó í staðinn fyrir að horfa á hana heima (eftir að það varð hægt, að sjálfsögðu) og á síðustu árum hefur kvikmyndaupplifunin þróast svo gríðarlega hratt. Þrívíddarmyndir, rosalegar tæknibrellur, klikkuð hljóðkerfi og ofur tær myndgæði þar sem litirnir nánast stökkva af skjánum. Þetta hefur þó leitt til þess að margir líta niður á eldri myndir og þá sérstaklega þær sem eru svarthvítar. Ég hef oft heyrt frá fólki að það forðist svarthvítar myndir. Þær séu ekki nægilega heillandi og séu of gamlar og lúnar. Það er allt „of gamalt“.

Ég hef heyrt þetta ganga svo langt að aðilum fannst svarthvítar myndir einfaldlega lélegar, og þar segi ég stopp. Það er þvæla. Kvikmyndagerðarmenn hafa sagt sögur sínar á hvíta tjaldinu í meira en 115 ár og meistaraverkin byrjuðu ekkert að dælast út með komu litamynda, ó nei. En til að fá smá aðstoð um hvaða svarthvítar myndir væru algjörlega must-see fyrir þá sem hafa forðast þær hingað til, þá leitaði ég til Bíófíkla og fékk góð svör.

 

12 Angry Men – 1957  (8,7 á IMDb – 100% á RottenTomatoes)

 

Er hægt að gera spennumynd um tólf menn í einu herbergi að þræta um dómsmál? Ef að Aaron Sorkin skrifar handritið, já. Það tókst allavega þrusuvel. 12 Angry Men er ein af þeim sem standast tímast tönn, sama hvað. Handritið gæti hafa verið skrifað í gær þar sem helsta ádeilan í myndinni á enn við í dag. Þessa þurfa allir að sjá, engar afsakanir.

 

Modern Times – 1936 ( 8,5 á IMDb – 100% á RottenTomatoes)

 

Hvar værum við án Charlie Chaplin? Heimurinn væri allavega aðeins leiðinlegri án hans. Bíófíklar mældu reyndar einfaldlega með Charlie Chaplin í heild sinni þannig að ég gaf mér það leyfi að velja Modern Times á listann. Modern Times er fyndin, ljúf og allt sem Chaplin stóð fyrir í sinni kvikmyndagerð. Ekki einungis komedía heldur einnig snarskörp samfélagsleg ádeila sem, eins og 12 Angry Men, á enn við í dag. Það má segja að hún eigi enn meira við í dag heldur en fyrir þessum c.a. 80 árum, en það er þó umræðuefni fyrir annan dag. Modern Times er bara dæmi um eitt af mörgum, mörgum meistaraverkum Chaplins.

Ps. Chaplin á líka eina frægustu ræðu í kvikmyndasögunni, sjá hér.

 

 

Metropolis – 1927 ( 8,3 á IMDb – 99% á RottenTomatoes)

 

Metropolis hefur alltaf verið talin vera listaverk. Hún hefur veitt innblástur fyrir fjölda sci-fi mynda eins og Blade Runner og Star Wars sem dæmi. Eitt sem þarf þó að hafa í huga með þessa, hún er mállaus líka. Það er samt hluti af upplifuninni.

 

 

It’s A Wonderful Life – 1946 ( 8,6 á IMDb – 94% á RottenTomatoes)

 

Þessi æðislega mynd er mönnum ávalt efst í huga. Ég held að ég hafi ekki skrifað jafn mikið um eina mynd á Bíóvefnum og It’s A Wonderful life. Hún er fyndin, ljúf, sorgleg, hjartnæm og allt þar á milli. Ef maður hefur ekki séð hana þá hefur með séð endurgerða útgafu af henni í Simpsons eða öðru pop culture efni. Hún var þó ekki alltaf svona elskuð, eins og við komumst að um daginn.

 

Casablanca – 1942 (8,5 á IMDb – 95% á RottenTomatoes)

 

Humphrey Bogart, Ingrid Bergman og bönnuð ást á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Gerist það betra? Þetta er ein af mínum uppáhalds myndum. Það þýðir ekki einu sinni að reyna selja hana, hún er svo mikill hluti af kvikmyndasögunni að það er nánast glæpur að horfa ekki á hana. Ef þú bara einfaldlega getur ekki horft á svarthvítar myndir, gefðu þessari allavega séns. Hún er æði!

 

Þetta er þó aðeins lítið brot af því sem Bíófíklar mældu með sem must-see svarhvítar myndir. Ef þú vilt sjá restina og taka þátt í umræðum þá mælum við með því að kíkja á grúbbuna og vera memm.