Samkvæmt hinum ímyndaða heimi bíómyndanna búa víst Lara Croft og Bruce Wayne (Keaton-útgáfan), í sömu höll. Grunaði þig einhvern tímann að Billy Madison ætti heima í sama húsnæði og X-Men teymið? eða að lögreglur í L.A., frá Morgan Freeman úr Se7en til Tom Hanks úr Catch Me if You Can, sækja gjarnan í sama kaffihúsið?

Orðið „endurvinnsla“ er þekkt sem býsna sjálfsagður hlutur í Hollywood. Fjöldi kvikmynda hafa ítrekað fengið plotthugmyndir, strúktúra og meira að segja heilu senurnar lánaðar frá öðrum, meðvitað og ómeðvitað. Formúlur fara í hringi og klisjur sjá til þess að áhorfendur upplifi oftar „déjà vu“ í bíóhúsum eða heima en þeir kæra sig kannski um.

ht_christopher_nolan_nt_120706_mn

Þess vegna kemur lítið á óvart að sviðsmyndir, tökustaðir og jafnvel búningar (*) séu notaðir við fleiri en eina framleiðslu. Hér er einmitt vídeó frá Screen Rant sem tínir út eftirminnilegar senur sem hafa stuðst við kunnulega tökustaði.


 

*Ótengt vídeóinu, vissir þú að Firefly-þátturinn The Train Job notaðist við sömu hermannabúninganna og voru í Starship Troopers?

Hlýtur að hafa sparað fínan pening.

ht_christopher_nolan_nt_120706_mn

Ef þú veist um fleiri svona skrautleg dæmi um „endurvinnslu“, endilega láttu vel um þig fara í kommentakerfinu og fræddu okkur!