“An awkward true story.”

The Big Sick er ekta paramynd. Þetta er rómantísk gamanmynd eins og slíkar myndir eiga að vera. Það er engin Sandra Bullock og enginn Matthew McConaughey og þó svo að ákveðin formúla sé í gangi eru klisjur í lágmarki. Myndin fjallar um strák frá Pakistan sem eignast bandaríska kærustu en fjölskyldan hans vill endilega að hann giftist stúlku frá Pakistan eins og hefðin segir til um.

Þetta er dramatísk mynd en hún er líka mjög fyndin og sniðug. Strákurinn starfar sem grínisti svo það er talsvert um stand-up í myndinni og svo koma fjölskyldur beggja inn með litríkar persónur, þó ekki alveg eins og ýktar og t.d. í Meet the Parents. Óvænt vandamál koma upp og sagan heldur áhorfandanum vel við efnið. Kíkið endilega á þessa með betri helmingnum.

“He’s like Daniel Day-Lewis except he sucks.”

Leikstjóri: Michael Showalter