Hér kemur brot af því nýjasta og heitasta úr fréttaheiminum:

 

the-bfg-movie-steven-spielberg

– Stutt og laggóð kitla fyrir nýjustu Spielberg-stórmyndina, risaævintýrið The BFG (sem þýðir Big Friendly Giant – sorrý, Doom-unnendur) lenti fyrir stuttu. Myndin er framleidd af Disney og er byggð á samnefndri sögu eftir sjálfan Roald Dahl. Kíkið:

 

– Vel má vera að Tom Cruise hafi fengið marga aðdáendur til að gapa af aðdáun fyrir það að hanga á flugvél í miðju lofttaki í Mission: Impossible – Rogue Nation, en flestirgagnrýnendur og aðdáendur virtust vera sammála um að Rebecca Ferguson hafi stolið senunni í myndinni.

rebecca-ferguson-mi5

Nýlega staðfesti leikstjóri hennar, Chris McQuarrie, að hann myndi sitja við stjórnvölinn á myndinni. Simon Pegg, Ving Rhames og Jeremy Renner verða líka með og – samkvæmt nýjum heimildum – er búið að staðfesta að Ferguson fái að snúa aftur líka. Gleðifréttir fyrir M:I-fíkla.
Nú vantar bara Alec Baldwin.

 

janes-got-a-gun-natalie-portman-2

– Vestratryllirinn Jane Got a Gun með Natalie Portman í aðalhlutverki hefur ekki átt mjög snyrtilega framleiðslusögu að baki sér. Fyrst var Lynne Ramsay (We Need to Talk About Kevin) ráðin til að leikstýra og eftir að hafa stangað linnulaust á við framleiðendur ákvað hún að yfirgefa myndina á fyrsta tökudegi. Jude Law gerði það sama. Þá steig Gavin O’Connor (Warrior) inn og hljóp Joel Edgerton í skarðið hjá Law. Eftir að O’Connor tók við átti að gefa myndina út í fyrra en þá fór framleiðslufyrirtækið Relativity á hausinn. Weinstein-bræður tóku við og verður myndin frumsýnd vestanhafs í lok janúar. Kannski mun framleiðsluklúðrið skína gegnum lokavöruna, en kannski ekki.
Þangað til við bíðum eftir dómunum getum við gætt okkur á þessu sýnishorni:

 

– Í nánari trailer-fréttum… Talið að sýnishorn fyrir Star Trek Beyond muni fylgja með öllum drifum af The Force Awakens. J.J. Abrams, maðurinn sem auðvitað brunaði nýju Trekkaraseríunni í gang, hlýtur að vera smástoltur af því.

 

Star-Wars-BB-8-Force-Awakens

– Meðan við bíðum hvort eð er, þá hafa rúmlega 10 þúsund íslendingar tryggt sér miða á Star Wars í forsölu. Glænýtt met.

 

– Empire hefur verið öflugt sem alltaf í því að dæla út desember-topplistum og undanfarið hafa þeir birt slíka yfir bestu karaktera ársins og einnig bestu senur ársins. Á meðal þeirra sena sem voru upptaldar er hér ein súr og skemmtileg úr SpongeBob 2 þar sem geimhöfrungurinn Bubbles fer á kostum:

Heildarlista Empire með atriðum ársins má finna hér.

 

maxresdefault

– Marvel-nöttarar hafa beðið spenntir eftir fréttum um hvort Daredevil, Jessica Jones, Iron Fist og Luke Cage fái að vera með í MCU-bíóheiminum. Vonin er sú að þessir Defenders-karakterar dúkki eitthvað upp í Avengers: Infinity War. Leikstjórinn Anthony Russo, sem vinnur nú hörðum höndum að Civil War ásamt bróður sínum, biður aðdáendur um að gera sér litlar vonir um að Neflix-fígúrurnar sláist í hópinn:

„Þetta er allt mjög flókið. Það er ekki sami hópur sem stýrir bíómyndunum og hugar að 0llum sjónvarpsþáttunum. Síðan flækjast málin meira þegar hugsað er út í það að Marvel á ekki réttinn á öllum hetjunum. Kannski væri hægt að sameina þetta á smærri skala, hver veit. Allt getur gerst. Við bjuggumst ekki við því að mega nota Spider-Man en það hefur breyst núna. Sjáum til.“

 

– Talandi um Marvel… Nú er hægt að skoða líflegt „concept art“ fyrir Doctor Strange, sem leikstjórinn Scott Derrickson (Sinister, Deliver Us from Evil) lýsir sem ‘trippí hasarmynd’. Hér sést Benedict Cumberbatch í fullu, töfrandi fjöri:

Doctor Strange concept art

 

– Yfir til DC. Fyrir stuttu var gefið út senubrot úr Batman V Superman þar sem furðu reiður Supes rífur grímuna af nýja óvini sínum. Margir hafa velt því fyrir sér hvað Batti er að gera þarna í eyðimörkinni, hvaða fljúgandi verur þetta eru sem sjást þarna líka (betur séð í nýja trailernum) og af hverju verðirnir bera fræga lógó ofurmannsins.

superman-cult-132149

Sko, ef léttir spoilerar trufla ykkur ekki, þá er komin full skýring við senunni, og gæti eðli þessarar senu komið mörgum á óvart. Meira um það hér.

 

– Nokkrir hafa spurt okkur, og aðra, en nei – The Hateful Eight verður ekki sýnd hérlendis í 70 mm útgáfunni þegar hún verður frumsýnd. Enginn séns.

 

– Stúdíóið Lionsgate er í bullandi stríðsmyndafíling þessa dagana, örugglega út af seðlunum sem Mockingjay: Part 2 hefur verið að moka inn. Framleiðendur hafa sýnt áhuga á forsögu þeirrar seríu, til að segja fleiri stríðssögur úr leikvöngum Hungurleikanna.

uxga_1600x1200

Ekki nóg með það, heldur er Lionsgate að daðra við nýstárlega aðlögun á Rómeó og Júlíu… sem verður epísk stríðsmynd.
Sú mynd yrði reyndar byggð á teiknaðri skáldsögu (sem kallast einfaldlega Romeo and Juliet: The War) og kom hún út árið 2012 frá Max Work, Stan Lee og Terry Dougas. Shakespeare sagan sígilda segir nú frá tveimur mismunandi hópum ofurmannlegra hermanna í framtíðinni. Rómeó, og öll hans Montague-ætt, er gædd ofurblóði og vélrænum líkamspörtum sem eykur hraða, viðbrögð og baráttukunnáttu. Síðan kemur auðvitað rómantíkin í þessa sci-fi kaótík.
Hlökkum til.

 

– Michael Moore hefur verið að reyna að koma nýju mynd sinni niður í 13 ára aldurstakmarkið í BNA en hún situr föst uppi með 17/R. Myndin heitir Where to Invade Next og hefur fengið fínustu viðtökur. Hér er nýjasti trailerinn: