“You might be home but you’re not alone.”

Ekkert segir jól eins og jóla hryllingsmynd. Mér finnst nauðsynlegt að sjá a.m.k. eina slíka á hverju ári. Þeir sem vilja fikra sig áfram á þessari braut ættu að kíkja á Black Christmas (1974), Silent Night Deadly Night (1984), Rare Exports (2010) eða Krampus (2015). Þessi mynd dettur inn í undirflokkinn “home invasion” en þó ekki á hefðbundinn hátt.

Ég ætla ekki að segja of mikið en ég skemmti mér mjög vel yfir þessari. Það eru nokkrar tilvísanir í aðrar myndir og sagan tekur sniðuga snúninga. Það er frekar lítið um blóð og hreinan hrylling og myndin því í léttari kantinum, samt ekki beint fyrir börn. Fáið ykkur smáköku og kakó og tékkið á einhverri hressandi jóla hryllingsmynd!

“So, fear really makes girls wet?”

Leikstjóri: Chris Peckover (Undocumented)