Hardcore_(2015_film)Það siglir svolítið í það að Hardcore Henry verði ein umtalaðasta hasarmynd ársins þegar hún hlýtur opna dreifingu – og án efa sú sem hvað mest líkist tölvuleik. Við íslendingar megum eiga von á þessum nagla í apríl.

Trailerinn fyrir neðan sýnir nákvæmlega allt sem við má búast af hraðanum og stílnum sem einkennir þennan 90 mínútna rússíbana. Öll myndin er sýnd frá fyrstu persónu sjónarhorni titilhetjunnar.

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í fyrrahaust og hlotið hinar fínustu undirtektir. Rússneski hasarfíkillinn Timur Bekmambetov (Night Watch, Wanted) er einn af framleiðendunum og með helstu hlutverkin fara fara Sharlto Copley, Danila Kozlovsky og Haley Bennett.

Vantar bara fjarstýringuna, en gæti orðið gaman!