Þriðji fasi svokallaðra Marvel Cinematic Universe myndanna fer af stað með látum og vægast sagt stóru persónuhlaðborði næsta sumar.

Í Captain America: Civil War stendur kafteinninn sem og aðrar hetjur frammi fyrir tímamótum á skeiði ofurhetja. Ekki eru allir sammála um hlutverk þeirra eða fylgjandi nafnaleyndinni svo þar með skiptast liðin í tvær fylkingar, leiddar af Steve Rogers og Tony Stark.

o-MOCKINGJAY-PART-2-facebook

Í ‘Team Cap’ verða Bucky „Winter Soldier“ Barnes, Falcon, Hawkeye, Scarlett Witch og Ant-Man, svo einhverjir séu nefndir. Stark-megin verða Black Widow, War Machine, The Vision og Black Panther að öllum líkindum.

Sýnishornið sýnir (sem betur fer?) ekki of mikið – og einhverjir spyrja sig eflaust spurninga um fjarveru nýja Kóngulóarmannsins, en engu að síður strax sést að hér verði töluvert dekkri saga á ferð heldur en hefur undanfarið tilheyrt MCU-heiminum.

Frumsýnd 6. maí.