“Filled with all the love and warmth and joy. . .the human heart can hold!”

The Best Years of Our Lives er afar vinsæl og dáð kvikmynd, a.m.k. vestanhafs. Myndin er nr. 238 á lista imdb yfir bestu kvikmyndir allra tíma og það er auðvelt að sjá hvað fólk er tengja við hana. Myndin fjallar um nokkra hermenn sem snúa aftur heim til sín eftir seinni heimstyrjöldina og eiga erfitt með að fóta sig. Einn er í vandræðum með að finna vinnu enda kann hann ekkert annað en að varpa sprengjum úr flugvél. Annar missti báða handleggi í stríðinu og þarf að glíma við erfiðleika því tengdu. Þetta er dramatísk mynd, oft átakanleg en líka falleg og full af góðum boðskap.

“All I know is, I was in love with you when you left and I’m in love with you now. Other things may have changed but that hasn’t.”

Stjörnur: 4 af 5

Leikstjóri: William Wyler (Ben Hur, Roman Holiday)