„Writing A Book Is Easy. Writing A Best Seller Is Murder.“

Kvikmynd dagsins teflir saman tveimur goðsögnum, James Woods og Brian Dennehy. Woods leikur morðingja sem reynir að sannfæra Dennehy, sem er lögga og rithöfundur, um að skrifa um sig bók sem hann er sannfærður um að verði metsölubók. Það er frábært að sjá þessa tvo meistara skylmast með orðum og augnráðum. Þó svo að sagan sé fyrirsjánaleg er hún alltaf skemmtileg. Svo kemur gaurinn sem lék Sosa í Scarface óvænt inn („I told you a long time ago, don´t ever fuck me“). Fín ræma.

„Anybody can kill anybody, even the President, remember?“

Leikstjóri: John Flynn (Brainscan, Lock Up, Out For Justice)