Fyrsta sýnishornið fyrir Doctor Strange var að lenda í nótt en þar fer Benedict Cumberbatch með aðalhlutverkið. Hér glittir í ótrúlegt og skemmtilega trippað sjónarspil, hálf ólíkt öllu öðru sem Marvel heimurinn hefur sýnt okkur til þessa.

Myndin kemur í kvikmyndahús í nóvember og því nægur tími til að greina trailerinn og átta okkur á hvað í ósköpunum er að gerast.

Einnig lenti tíser-plakatið í gær til að gefa okkur betur galdrandi tóninn á því sem bíður okkar.

Doctor-Strange-poster-700x1037