Myndin sem Hollywood neitaði að framleiða á þeim grunni að hún væri “of hommaleg”. Leikstjórinn Steven Soderbergh leitaði því til HBO Films, enda fyrirhuguð síðasta kvikmyndin hans í bili og sárt væri að fá hana ekki gerða. Sem betur fer leit hún dagsins ljós fyrir nokkrum árum en var ekki séð af mörgum – því miður. Í henni tæklar Soderbergh hulið líferni píanóleikarans fræga Liberace, byggt á samnefndu sannsögulegu bókinni.

Behind the Candelabra þylur upp sex ára leynilegt ástarsamband milli Liberace og hins unga Scott Thorson, sem varð að þýðingarmiklum hluta af lífi þeirra beggja; hvort sem þeir vildu það eða ekki. Það var stútfullt af hamingjusamri sæluvímu, ósparsamri efnishyggju og brenglaðari ástarkennd. Ekki láta íhaldssemi Hollywood aftra þér frá því að sjá eina helvíti fína ræmu.