Fimmtán árum eftir að hinir geysivinsælu Baywatch þættir luku göngu sinni erum við að fá glænýja mynd um hið ofurfallega fólk sem kann að hlaupa í „slow-mo“ og eru líka reyndar lífverðir.

Þótt af ekkert að gamla hópnum snúa aftur sem aðalleikarar koma þau fyrir í smáhlutverkum í myndinni.

Nóg af tali, hér kemur sýnishornið sem sýnir nóg af holdi fyrir bæði kynin.

Með aðalhlutverk Baywatch fara: Dwayne Johnson, Zach Efron, Alexandra Daddario, Priyanka Chopra og Kelly Rohrbach. Útgáfudagur er síðan 27.maí, þannig það er ekki langt í að við horfum á gullfallegt fólk bjarga hinum venjulega almúga.