„You must have the devil in you to succeed in any of the arts“ – Voltaire

„Some nights I sleep like a baby. Other nights it’s, Oh God, I just came up with a bomb shot.“ – Michael Bay

Sir Anthony Hopkins kallar hann snilling! Steven Spielberg telur hann hafa skapað sína eigin tegund af kvikmyndum! Gjörninga- og götulistamaðurinn Shia LaBeouf segir hann „dope“. Hver hlýtur hvílik lof frá fyrirmyndaraðilum Hollywood iðnaðarmaskínunnar?

Fyrir rúmum tveimur árum síðan tók ég fyrir kvikmyndakappann Michael Benjamin Bay og raðaði öllum myndunum hans í gæðaröð eftir mínu höfði (með tilliti til „Bayhem“ magns hverrar þeirra). Nú þegar styttist í að nýjasta ræman í Transformers seríunni, The Last Knight, sem Bay heldur að stórum hluta höfundarhendi yfir er varla betri tími til að skoða (aftur) þennan glæsta feril eins vanmetnasta „auteur“ leikstjóra Hollywood.

 

12. Pearl Harbor

Pearl Harbor 3

Þessi hefur sína kosti (flott kvikmyndataka, léttu Bay-ismarnir sem troðast nokkuð skemmtilega í gegn og eiga lítið heima í „sannsögulegri“ mynd eins og þessari) sem vega á móti rótgrónum göllunum (afburðarveikt en stundum krúttlegt handrit, aðeins of óviðeigandi þörf hjá Bay fyrir að gera sem flest hasaratriði stærri en þau þurfa að vera) en þegar allt kemur til alls er hún því miður bara eilítið niðurdrepandi Titanic ‘cash-in’ sem skilur ekki mikið meira eftir sig en þær sögulegu aðstæður að vera síðasta „stóra“ bandaríska stríðsmyndin sem kom út fyrir árásirnar á tvíburaturnana 11. september 2001.

Sakna samt pínu Josh Harnett í Hollywood… fínn gæi.

 

11. Bad Boys

bad-boys-1995-09-g_758_426_81_s_c1

Þykir alltaf gaman að sjá frumraunir leikstjóra með sterkan stimpil á myndunum sínum en fyrsta myndin hans Bay stendur út soldið súrt fyrir mér sem hvað minnst „Bay-legasta“ myndin hans. Við útgáfu voru gagnrýnendur duglegir að benda á tengingu busamyndarinnar við hraðann og vitleysuna sem meistari Tony Scott gerði svo kunnug á sinni tíð sem einn helsti hasarmyndaleikstjóri Hollywood áratugi fyrir Bad Boys. Tengingin er gróf (Bay er t.d. ekki næstum því eins tilfinningaríkur og Scott) en þegar bent hefur verið á hana er nánast ómögulegt að horfa ekki á myndina með aðeins síðri sjónum.

En þrátt fyrir að Bad Boys er kannski ekki mikið meira en „mið-’90s Diet-Bay“, en fyrir ykkur sem eigið myndina heima þá mæli ég með því að tékka á commentary-inu sem inniheldur gullmola eins og „You could drive trucks through the logic in some of this script“ frá Bay sjálfum.

Hann a.m.k. viðurkennir það…

 

10. Transformers

Transformers

Virkar sem ákveðin nostalgíugripur um tíma Bush-stjórnarinnar fyrir þá sem hafa nostalgíu fyrir tíma Bush-stjórnarinnar en annars lúkkar þessi soldið föl við hliðina á framhöldunum. Spielberg/Bay er formúludæmi sem „virkar“ eiginlega bara þegar Spielbergismarnir slappa af í baksætinu og leyfa Bayheminu að stýra en hérna líkist niðurstaðan meira ökukennslutíma með Spielberg í farþegasætinu og stígur reglulega á aukabremsurnar afþví bara. Neita aldrei að þessi sé ágætis skemmtun en þegar hvorki bestu né verstu hliðar Bay koma fram reglulega er lítið sem hífur hana upp innan um bragðsterkari færslur af Bayhemi.

 

9. The Rock

The-Rock1

Hérna byrjar gamanið fyrir alvöru.

Virkilega skemmtilegt konsept bakkað upp af sterkum leikarahóp (Nick Cage leikur jarðfræðing að nafni Stanley Godspeed… hverjum sem datt það í hug á einhvers konar verðlaun skilið) og einföldum stöðugleika. Minnir oftar en ekki á hasartímabil James Cameron, og ekki bara af því Michael Biehn fer með hlutverk.

The Rock var fyrsta virkilega stílíseraða mynd Bay í leikstjórastólnum og þó að Bayhem-ið sé í ódýrari kantinum og handritið sé yfirallt ekki alveg það besta þá er klárlega nóg af eftrminnilegum setningum og hröðum og flottum hasarsenum (bílaeltingarleikurinn er klikkaður) sem sem hífa myndina upp í hálfgerða A-klassa B-mynda klassík.

 

8. The Island

The-Island-Movie-Poster

Myndi skjalfesta þetta sem samheldnasta samvinnuverkefni Spielberg og Bay enn þann dag í dag hvað varðar stílblöndun… svona háværari litla bróður Minority Report.

Lúmskt vel skrifuð vísíndaskáldskapsræma (Kurtzman og Orci eru nú ekki alslæmir), The Island er samt alveg fyrst og fremst tækifæri fyrir Bay að flexa aðeins sinn innri James Cameron eftir ókindina sem var Bad Boys II.

Fyrsti fjórðungur myndarinnar daðrar einnig við nokkur hryllingsatriði í bland við stórar sci-fi hugmyndirnar, sem er skemmtileg tilbreyting frá ‘full-on’ hasar aðferð Transformers-myndanna seinna meir. Restin er svo vægðarlaus hasareltingarleikur sem minnir oft á tíðum á myndir Tony Scott frá og með Enemy of the State, einnig nokkrum John Woo skotum stráð yfir inn á milli. Mæli með sem seinni hluta af „identity“ pakkasýningu með nýju Ghost in the Shell.

Fín tónlist líka:

 

7. Transformers: Revenge of the Fallen

Rotf-devastator-film-suckingsands

Klaufaleg, klikkuð, stefnulaus og mikilfengleg… Önnur myndin í Transformers-seríunni er holdgervingur glundroða á hvíta tjaldinu. Óklárað handrit frá Alex Kurtzman, Bob Orci og Erhen Kruger (sem hefur haldið sessi sínum sem aðalpenni seríunnar) innan um frægt verkfall handritshöfunda í Hollywood gerðu Bay kleift að stjórna 200 milljón dollara skipinu með harðri hendi (samkvæmt Megan Fox allavega) og nánast algjörlega eftir sínu höfði.

Og hvernig skilar það sér? Tja, hasarinn og klippingin eru á svo stanslausri ADHD og Ecstasy-keyrslu að á tímapunkti er sirka eins og maður sé fastur inni í hálfgerðu abstrakt grunge-listaverki eftir rangeygðan frænda Salvador Dali.

Ef það er einhver mynd sem algjörlega tileinkar sér bestu og verstu (a.m.k „mestu“) eiginleika Bayhem stefnunar. þá er það þessi… Take it or leave it.

 

6. Transformers: Dark of the Moon

275565

Að ógleymdum meðfljótandi pælingum um fasisma, spillingu öfgakapítalismans og hvernig hillingaraugun sem við lítum á leiðtoga samfélagsins og hetjurnar okkar með munu líklega skerast á við raunverleikann þá snýst þriðja Transformers myndin fyrst og fremst um að toppa þær sem komu á undan á öllum sviðum.

Og ó vá, hún gerir það.

Tæp 6 ár síðan að þessi kom út og samt hefur engum tekist að jafna metnaðarfulla tæknibrellu-fíaskóið sem var skapað í Dark of The Moon (Last Knight trailerarnir gefa samt í skyn magnaðasta sjónarspil Bay til þessa).

Hasarinn hefur aldrei verið á stærri skala en eins og þruma úr heiðskýru lofti ákveður Bay að nú sé kominn tími til að stabílísera kameruna aðeins meira og vanda kortleggingu hasaratriðanna til lengdar í fyrsta skipti í seríunni, sem er virkilega kúl eins mikið og ég fíla kaosið.

Hrynjandi byggingin, hálfframkvæmdi plánetusamruninn… þessi mynd er Frankenstein skrímslið hans Bay, samansett af full-on eyðileggingarklámi, ofmetnaði, uppblásnum 9/11 samlíkingum og uppréttri löngutöng á alla sem mómæla.

P.S. Held að það sé engin tilviljun að örk sískrækjandi Shia LaBeouf karakersins fjalli um að sætta sig við það að þótt hann hafi bjargað heiminum þá sé hann ekki að fara að fá neitt út á það í „alvöru heiminum“, þar sem þetta hljómar skuggalega líkt Bay að biðja um smá kredit þrátt fyrir mistök sem gerð voru við gerð Revenge of the Fallen. Allavega, ég var lúmkst sáttur með hvar karakterinn hans endaði þrátt fyrir að vera nokkuð sama um hann í fyrstu tveim.

P.P.S. Megatron er með skikkju/trefil…

 

5. Armageddon

bruce_2428520b

Á hápunkti ’90s hasar/stórslysamyndaæðisins gaf Bay út ‘MURICA: The Movie, yfirleitt betur þekkt sem Armageddon..

Leikarahópurinn er líflegur og sjarmerandi, handritið (eins götótt og það er) er fyndið og tekur fáránleika sinn alvarlega… og Bay í sínu brjálaðasta „ÁFRAM U.S.A.“ essi fyrr og síðar.

  • Kjánalegur húmor? Nóg af honum
  • Visjúal fetish fyrir „alvöru“ karlmennsku og glansandi herbúnaði? Tékk
  • Skelfilega formúlu- og klisjukennd saga? Jájá.
  • Dramatískt sló-mó og bandaríski fáninn út um ALLT? Klárlega

En á sama tíma er þetta auðveldlega mest „klassíkst“ tilfinningaríkasta myndin hans. Affleck og Willis sérstaklega selja týpunar sýnar á sannfærandi hátt, og þó að Liv Tyler fái ekki mikið annað að gera en að vera sæt og gráta þá gerir hún bæði prýðivel. Samband þeirra þriggja er ekki áhugaverðasta tríó kvikmyndasögunnar en það er samt eitthvað grípandi við einfaldleikann í þessu (annars myndi ég líklega ekki grenja nærri því eins mikið þegar „I love you Harry“ og það allt skellur á)

Öll melódramatíkin á síðustu 30 mínútum myndarinar er stórkostlega sviðsett. Bay sér til þess að vera búinn að toppa hvert spennuatriðið á fætur öðru þegar að þessu kemur (ha? kann Michael Bay á strúktúr?) þannig að þegar ætlast er til þess að við tæmum tárabankann séum við alveg límd við skjáinn og með í rússíbananum.

Dæmið er einfalt: Stórt hjarta + stórar sprengingar = Ein besta mynd Michael Bay

 

4. Pain and Gain

130423132037-pain-and-gain-movie-story-top

„Unfortunately, this is a true story

Bay sýnir að alræmda skopsynið í myndunum hans er ekki algjörlega úti á þekju með snilldar leikaravali og hnífbeittu „sannsögulegu“ handriti frá Christ Markus og Steven McFeely (teyminu sem færði okkur Captain America: The Winter Soldier) til að handmóta eina bestu svörtu gamanmynd áratugarins hingað til. Aðaltríóið, Whalberg, Johnson og Mackie hnykklar ekki bara bísepana (og jú þeir valda engum vonbrigðum sem og fyrr) heldur leika þeir ýkt eilítið greindarskerta, ofmetnaðarfulla ræktartappa af hreinni snilld. Bay keyrir upp nánast hatursfullu ádeiluna á MTV brengluðu útgáfuna af ameríska drauminn af svo miklum krafti og „edge-i“ að það kæmi mér lítið á óvart ef allt framleiðsluteymið hafi fengið rúman líter af Monster orkudrykk sprautaðan beint í æð fyrir hvern tökudag. Fílaði hana ekki mikið í fyrstu, núna er hún ein af uppáhalds gamamyndunum mínum frá þessari öld.

Grjót.

 

3. Transformers: Age of Exctinction

Transformers-Age-of-Extinction-Download-Wallpaper

Fullsnemmt að kalla þetta Mónu Lísuna hans Bay, en það var mér efst í huga þegar ég renndi í gegnum hana nýlega.

Flest allt sem kappinn hafði gert hingað til, sprengingarnar, kaotíska klippingin, stórkostlegu tæknibrellurnar… annað hvort blásið upp út í öfgar eða betrumbætt á sitt hæsta stig og eftir að hafa gert vart við sig snemma á ferlinum skjótast þematísku ræturnar eins langt og þær komast í ræmu af þessu tagi.

Michael Bay mynd sem fjallar um sætta sig við sundrun Ameríska draumsins eftir að ríkisstjórnin bregst illa við „hriðjuverkaáras frá geimverum“ og svo að byggja hann upp á ný með niðurrifi kapítalismans hljómar eins og kjánaleg þversögn í 250 milljóna leikfangaauglýsingu en samt kemur þetta allt fram á einlægan og tjáningarríkan máta.

Age of Extinction er ýmislegt, vissulega er margt af því slæmt, en ég trúi því algjörlega að hún sé ein áhugaverðasta Hollywood-stórmynd áratugarins hingað til.

Getum við allavega verið sammála um að lykillinn að kvikmyndaheimi Michael Bay sé að finna hérna?:

„I‘m asking you to look at the junk and see the treasure

Og þá small allt saman.

 

2. Bad Boys II

bad-boys

Leyfi mér að henda í mögulega umdeildasta álit þessarar greinar: Bad Boys II er ein besta pjúra hasarmynd aldarinnar.

Nær ógeðfelldur rússíbani af sviðsettum kasjúal rasisma, hómófóbíu og frussandi karlrembu (myndin er jú í rauninni „forboðin“ ástarsaga milli titilkarakteranna sem báðir ríghalda í staðalímyndir) . Á yfirborðinu gæti ég varla fyrirlitið handritið í þessari mynd meira, en jafnvel þegar það er lækkað niður á yfirborðsstigið ­er varla hægt að brjóta það alveg alla leið niður af því að hvað uppbygginguna varðar er þetta fullkomna Michael Bay handritið. Hann fær nánast stanslausan hasar upp í hendurnar og þar sem hann þarf ekkert að vera að velta sér upp úr söguþræðinum getur hann einbeitt sér nánast algjörlega að því að gera það sem hann gerir best.

Plottið sem slíkt er nokkuð óáhugavert en þegar Bay leyfir myndinni að renna saman í nokkurn skonar abstraktisma (líkt og Revenge of the Fallen) og eftir standa þrjú frumefni Bayhem-mynda: Blóð, sviti og sprengingar, þá slær nánast ekkert henni við.

 

1. 13 Hours: The Secret Soldiers of Benghazi

„All the gods all the heavens all the hells are within you“ – Joseph Campbell (The Power of Myth)

Þriðja myndin hérna sem byggð er á sannsögulegum atburðum segir af 6 manna hópi fyrrverandi hermanna ráðnir sem öryggisaðstoð koma bandarískri  leynistöð í Benghazi, Lýbíu til varnar gegn hópi vopnaðra heimamanna á meðan beðið er eftir aðstoð og björgun. Já, af hverju er þessi besta Bay myndin, hvað hefur hún fram yfir hinar?

Tvö orð: Dion Beebe.

Einn allra besti kvikmyndatökumaður Hollywood í dag fær hér að leika lausum hala í samvinnu við Bay og úr þessu verður án efa „fallegasta“ mynd leikstjórans hingað til. Með myndavélina á stöðugri , kraftmikill árkestur byssukúlna á holdið og samblanda tunglsljóss við eld… fáar hasarmyndir eiga titilinn „málverk á hreyfingu“ jafn skilið og þessi. Hasarinn talar fyrir sínu, en samt er ákveðinn tónn yfir myndinni sem ég gat ekki alveg skilgreint í fyrstu… ákveðið rólyndi sem Bay yrði seint ásakaður um fyrr en núna. Svo rann það upp fyrir mér þegar lokaorrustan er liðin og tilfinningaflóð eftir missi og eftirsjá aðalteymisins (Josh Krasinski, Jim úr The Office er svo góður hérna) hefur fengið að kreista fram nokkur tár þá Bay velur síðustu senur myndarinnar sem áherslu lokaskilaboð hennar: Óvinirnir, „vondu kallarnir“ eru aðeins röskuð spegilmynd söguhetjanna og þegar allt kom til alls var helsti munurinn var sá að sumir fengu að fara heim til sín, sumir ekki.

Dapurleiki, hryggð, samkennd… myndin endar sem lofsöngur þeirra sem hafa gefið líf sitt fyrir málstað á vígvellinum, hvort sem þeir skyldu málstað sinn fyllilega eða ekki.

Málaliðarnir, söguhetjurnar, sjá kannski ekki mikið út fyrir byssuhlaupið og þangað sem það miðar… þeir spyrja ekki að því upphátt, en undir lokin eru þeir allir að velta fyrir sér því sama: „Hvað vorum við eiginlega að gera hérna úti?“. Bandaríkin, heimslögreglan… hvenær leiðir hjálparhönd til myndunar frekari átaka? Hvenær er „réttlæti“ náð? Þegar allt kemur til alls hvað eru þessir stríðsmenn annað en sendiboðar dauðans, klæddir í kevlar vesti og vopnaðir M4 rifflum? Menn með óskýrar skipanir sinna óskýru verkefni í endalausu stríði. Síðasti ramminn fyrir eftirmálan er bandaríski fáninn niðurrifin og tættur.

„Feels like we‘re in a horror movie“ og „Lybia is officially a failed state“ verða að lokum með tveimur harmþrungustu kvikmyndasetningum ársins 2016.

Þó ávallt mikilvæg til áminningar þá er „heimurinn er ekki svartur og hvítur“ ekkert djúpasta stríðsádeila kvikmyndasögunnar og mér finnst varla hægt að afskrifa mögulega misreiknun í sambandi hernaðar- og sprengingablæti Bay við undirliggjandi efnið, en samruni gullfallegrar kvikmyndatökunnar og depurðartilfinningarinnar sem 13 Hours skilur eftir sig sem gerir hana einstaka innan um hinar myndirnar hans og fyrir mér, að þeirri allra bestu.