Síðasta árið hefur Ben Affleck unnið hörðum höndum að næstu kvikmynd sinni í leikstjórastólnum, Live by Night, en tökur hófust á henni í október síðastliðnum. Undanfarið hefur verið að rigna inn ljósmyndum af setti sem sýna Affleck og leikkonur hans Zoe Saldana og Sienna Miller; en einnig glittir í sjálfan Robert Richardsson í bakgrunn, tökumann Quentin Tarantino.

Myndin gerist snemma á 20. öldinni á bannárum Bandaríkjanna, nánar tiltekið í Boston og Tampa. Þar fylgjum við lögreglusyninum Joe Coughlin, leikinn af Affleck, sem er fljótur að finna sig á bólakafi heim bruggdíla og glæpagengja. Sagan er byggð á samnefndri bók eftir Dennis Lehane (höfundur Shutter Island, Mystic River og (viti menn…) Gone Baby Gone), en Affleck grukklaði víst eitthvað í handritinu.

Fyrir utan þessar fjölmörgu ljósmyndir af setti, sem má finna í heild sinni HÉR, er lítið annað hægt að sýna eða segja um myndina á þessu stigi. Ekki bofs.

Í raun viljum við einfaldlega minna lesendur á að þrátt fyrir gríðarlegu athyglina sem Batman v Superman er að draga að sér, er þessi hæfileikaríki leikari/leikstjóri enn að rækta sína sterkustu vöðva (bakvið kameruna) og megum við búast við afrakstrinum í október næstkomandi. Fyrir neðan má síðan sjá tvö skot úr myndinni:

12630937_10207171748426420_933007144_o

12607214_10207171748506422_207670876_n