„The man of violence in whose place Christ died.“

Barabbas er kannski ekki nafn sem allir muna eftir úr kristinfræði. Hann var dæmdur morðingi sem Pontíus Pílatus sleppi óvænt úr prísund í stað Krists. Myndin byrjar á því atviki og fylgir svo Barabbas eftir í ótrúleg ævintýri. Barabbas er næstum eins og Forrest Gump eða Jack Crabb (Little Big Man), maður sem er í bakgrunni þegar stórir viðburðir gerast en hefur engin bein áhrif á þá. Anthony Quinn er frábær í aðalhlutverkinu. Hann er einn besti leikari allra tíma og fær hér að sýna allar sínu bestu hliðar. Það eru fleiri góðir með en Jack Palance er sá sem stendur mest upp úr sem ansi rosalegur skylmingaþræll. Þessi saga fer frá Jerúsalem til Sikileyjar og til Rómar. Á sama tíma ólgar Barabbas að innan og reynir að finna innri frið. Rosalegt efni.

„I was the opposite of everything he taught, wasn’t I? Why did He let Himself be killed instead of me?“

Leikstjóri: Richard Fleischer (Fantastic Voyage, Tora! Tora! Tora!, Soylent Green, Conan The Destroyer, The Vikings)