Biðin er komin á enda, og loksins er hægt að fá að sjá almennilega hvernig Ghostbusters endurgerðin frá Paul Feig (Bridesmaids, Spy) er að taka á sig mynd.

Fyrsti trailerinn lenti í dag og inniheldur meira eða minna allt sem hefur einkennt Draugabanana frá upphafi, hvort sem það varðar klassíska þemalagið (sem er hér í endurfluttri útgáfu, auðvitað), orkuboltann Slimer eða önugan draug á bókasafni sem ekki er ráðlagt að bögga. En teymið skipa Kristen Wiig, Melissa McCarthy, Kate McKinnon og Leslie Jones.

 

Með önnur hlutverk fara Chris Hemsworth, Elizabeth Perkins og má búast við innkomum frá Dan Aykroid, Sigourney Weaver, Bill Murray, Ernie Hudson og Annie Potts.

Ghostbusters mætir um miðjan júlí.