Rúmlega mánuður til stefnu og þá mætast tveir (ef ekki þrír) stærstu DC þursarnir. Markaðsherferðin er farin á milljón og þrátt fyrir að seinasta sýnishornið fyrir Batman v Superman hafi verið harðlega gagnrýnt fyrir að sýna of mikið, hefur það ekki stoppað Warner frá því að dæla út enn einu sýnishorninu… nema nú er Batfleck settur í mestan fókus.

Óneitanlega getur hver sem er farið að púsla það saman í hausnum á sér hvernig framvindan mun spilast út en aldrei er að vita nema einhverjir óvæntir glaðningar leynist þarna enn. Orðrómar í augnablikinu og ýmsar erlendar bíókeðjur hafa gefið það upp að heildarlengd myndarinnar verði í kringum 150-160 mínútur.

Hér er trailerinn:

 

Einnig var verið að gefa út þetta nýja (og helfína) IMAX-plakat, til að selja okkur epíkina á einvíginu sem er í vændum, og undirstrika að útvaldar senur voru skotnar á því formi. Best heppnaða plakatið til þessa að mínu mati:

image