Allir og ömmur þeirra vita að „jólamyndin“ í ár verður The Force Awakens, en hvað sannar, „hefðbundnar“ jólamyndir varða sem í rauninni snúast í kringum hátíðina eru þrjár sem eru á leiðinni í ár: The Night Before með Seth Rogen og Joseph Gordon-Levitt, Love the Coopers með Diane Keaton, Ed Helms, John Goodman og fleirum, en síðan ein extra sérstök, bara af því gefnu að hún er kómísk jólahrollvekja um Seinkadjöfulinn Krampus.

Goðsögnin um Krampus á rætur sínar að rekja til Þýskalands. Myndin segir frá hinum unga Max, sem er byrjaður að missa trú á hinum sanna jólaanda eftir að allt fer í háaloft hjá fjölskyldu hans í jólafríinu. Ættingjarnir hætta ekki að þrasa og rífast og leysir þetta úr læðingi reiði Krampus. Fljótlega fara drungalegir (og í senn bráðfyndnir) atburðir af stað og hátíðardjöfullinn gerir allt vitlaust hjá fjölskyldunni með aðstoð illra hjálparsveina sinna, enda öflin sérstaklega ætluð þeim sem trúa ekki á jólin. En hvað er þá til ráða?

Myndin er skrifuð og leikstýrð af Michael Dougherty, sem hefur átt þátt í nokkrum X-Men handritum og sendi mjög svo eftirminnilega frá sér költuðu hrekkjavökuperluna Trick R’ Treat. Í stórum hlutverkum eru Adam Scott, Toni Collette, David Koechner og Alison Tolman.

Krampus þrammar í bíó þann 4. desember.