Á dögunum forsýndi Bíóvefurinn nýjustu myndina frá Edgar Wright, Baby Driver. Sýningargestir fengu hlélausa sýningu í hinum svokallaða S-Max sal í Smárabíói, þar sem hljóðrás myndarinnar naut sín í Dolby Atmos.

Eftir sýningu hleruðum við viðbrögð gesta á grúppunni okkar, Bíófíklar og var þetta svona á meðal því helsta sem (almennt sátta) fólkið hafði um ræmuna að segja:

 

Frábær blanda af spennu, húmor og rómantík! – Þorsteinn Grettir Ólason

 

„Tour de force“ hefur sjaldan átt jafn vel við um mynd og Baby Driver. Alveg brilljant mynd! – Þorvarður Pálsson

 

Góð tónlist og myndataka er eitt af því mikilvægasta fyrir mér þegar það kemur að kvikmyndum og hér small allt saman. Mér fannst líka Ansel Elgort (Baby) leika hlutverk sitt eftirminnilega vel! – Rebekka Lind Ívarsdóttir

 

Leikaraliðið var algert æði! Lögin fáránlega skemmtileg og hraðinn mun betri en ég bjóst við…. en ég bjóst svosem ekki við neinu nema miklu sjónrænu gamani. Og gaman var þetta. Sigga Clausen

 

Geðveik mynd! Elskaði hvernig tónlistin og myndataka spiluðu saman. Fyndin og virkilega tens hasaratriði. Flott leikaraval, Jon Hamm var æði. Frábær og vel heppnuð sýning! – Stefán Pettersson

 

Hún er æði! Ég elska karakterinn hans Jon Hamm, flottur og layeraður. Elska samspil tónlistarinnar við allt myndræna (þá sérstaklega byssuskotin við tónlistina). Bílaeltingaleikirnir voru líka mjög impressive, fyrst og fremst þessi í 2. ráninu. Mig langar líka sérstaklega mikið að þakka X-inu fyrir að spila Number of the Beast með Iron Maiden á leiðinni heim, þetta var góð Baby Driver inspíruð bílferð.Hildur María Friðriksdóttir

 

Úff… Þetta var það slappasta sem ég hef séð frá Edgar Wright. Ekki lélegt, en bara… var ekki alveg að hitta rétta staði. Kannski af því að ég fór veikur á myndina og ekki alveg í stuði Daníel Leó Gunnarsson

 

Gjörsamlega frábær – Ragna Gestsdóttir

 

Mér fannst hún æði og á örugglega eftir að fara og sjá hana aftur  – Salóme Mist Kristjánsdóttir

 

Ég er ekki frá því að Baby verði betri með hverju áhorfi eins og flest allt eftir Wright. Þetta var líka eins og góð cardio æfing, hjartað var á milljón útaf spennu allan tímann. – Siggi Ingi

 

Klikkuð samsetning, fjörugir karakterar, meiriháttar tónlist – bara meiriháttar allt. Ferskasta mynd sumarsins að öllum líkindum. Get klárlega vottað fyrir það að hún verður betri með hverju glápi – Tommi Valgeirs

 

Vá, nú er ég sjúklega svekktur að hafa misst af forsýningunni. K100 er samt með sýningunni á henni á þriðjudaginn. Gríp hana þá. – Heiðar Austmann

 

 

 

Baby Driver fer í almennar sýningar í vikunni.