„Give him a room dad, he has no place to go…“

My Father and My son er hjartnæm fjölskyldudrama sem togar í hjartastrengina. Myndin er laus við alla tilgerð og klysjur og er vel gerð í alla staði. Sagan segir frá manni sem missir eiginkonu sína við barnsburð og þarf að flytja heim til foreldra sinna með ungan dreng. Myndin situr í sæti 118 á lista imdb yfir bestu kvikmyndir allra tíma. Myndin er tyrknesk en hún fékk litla athygli þegar hún kom út og engar stórar tilnefningar til verðlauna. Þetta er mynd sem hefur áhrif á áhorfandann og mýkir jafnvel hörðustu sálir. Besta tyrkneska mynd sem ég hef séð sem þó eru ekki margar.

„As people grow, do their dreams get smaller, dad?“

Leikstjóri: Çagan Irmak (Alone, In Darkness)