„The violins are playing, the champagne is flowing, the girl is beautiful…and your wife is in Baltimore.“

Avanti er sönnun fyrir því að rómantískar gamanmyndir þurfa ekki að vera innantómar og heilalausar. Þær þurfa ekki að vera allar og eins og þær þurfa ekki að vekja upp ógleðistilfinningu, kláða, bólum og hausverk hjá saklausum áhorfanda sem vildi ekkert annað en að drepa tvær klukkustundir eða svo með skemmtilegri afþreyingu! Ég þurfti bara að koma þessu frá mér.

Billy Wilder er gæðastimpill sem er jafn áreiðanlegur og Cameron Crowe eða Robert Zemeckis svo einhverjir séu nefndir. Þessi mynd er ekki ein af hans þekktustu myndum en hún er ekki síðri að mínu mati en t.d. Some Like it Hot. Orðið avanti þýðir áfram en er notað eins og við segjum „kom inn“ þegar einhver bankar á hurð. Titillinn vitnar í þá notkun þar sem myndin gerist mikið til á hóteli þar sem sífellt er verið að banka á hurðir. Þessi mynd er í rauninni farsi en gengur samt aldrei of langt í þeim efnum eins og vill oft gerast. Persónur eru áhugaverðar og frábærlega leiknar, sérstaklega af Jack Lemmon sem er algjör meistari.

„I don’t object to foreigners speaking a foreign language. I just wish they’d all speak the same foreign language.“

Leikstjóri: Billy Wilder (Double Indemnity, Sunset Boulevard, Some Like It Hot, The Apartment, The Front Page)