Tómas Valgeirsson, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Tómas Valgeirsson

„Földu“ meistaraverk 21. aldarinnar – þriðji hluti

Nú er farið að hitna aðeins í kolunum, og gripið til meira (segjum…) umdeildra mynda. Fyrsti og annar hluti eru löngu komnir upp. Þá er komið að lokaúrvalinu…   Keeping Mum (2005) Bretar kunna svo sannarlega að gera sótsvartar gamanmyndir og með Maggie Smith um borð var ekki um að villast að hér væri skemmtileg mynd á ferð. Það kom mér því verulega á óvart að þegar ég fór á sínum tíma á hana í bíó þá var hún sett í einn af minnstu sölum landsins þó hún væri meðal nýjustu myndanna. Það sem meira var þá vorum við...

Lesa meira

Darren Aronofsky svarar öllu á Reddit – „Dauðlangar að gera gamanmynd“

Hinn virti en í senn umdeildi leikstjóri, Darren Aronofsky (sem er að auki ósvikinn Íslandsvinur), var spurður spjörunum úr á Reddit fyrir skömmu. Aronofsky tók þátt í hinum skemmtilega Ask Me Anything-lið í tilefni af frumsýningu sinnar nýjustu myndar, mother! (já, með litlum staf og upphrópunarmerki). Aronofsky var opinn og hreinskilinn, auk þess að vera hæfilega diplómatískur og fræðandi. En til að gera langa sögu stutta týndum við saman ýmis dæmi – og þýddum þau vissulega. Hvers vegna er upphrópunarmerki í titlinum? Af hverju er titillinn allur í lágstöfum? Hver er tilgangurinn með þessu? Í fyrsta lagi verða margir spillar...

Lesa meira

Sögulegt stórslys verður til í The Disaster Artist – Sýnishorn

Flestir sem fylgjast eitthvað með kvikmyndum þekkja til költ-sorpsins The Room, ef ekki allir. Jafnvel fólk sem hefur ekki séð hana hefur að öllum líkindum séð búta úr henni eða heyrt hana kvótaða milljón sinnum án þess að fatta það. Myndin, rétt eins og mannskrípið Tommy Wiseau, er algjör gimsteinn, og hefur núna James Franco skilað af sér verkefni sem byggir á bókinni sem leikarinn Greg Sestero skrifaði um upplifun sína á myndinni, og einkennilega manninum á bakvið hana. Franco leikur sjálfan Wiseau og bróðir hans, Dave, fer með hlutverk Gregs. The Disaster Artist segir frá vinasambandi þessara manna...

Lesa meira

Brúðkaup, beðmál og byssa í Fifty Shades Freed – Sýnishorn

Í febrúar á næsta ári lokast hinn mikli, spólgraði (og snarskemmdi) Fifty Shades-þríleikur, og nú mega aðdáendur (þið vitið hver þið eruð) eiga von á einhverjum háspennu-klímax í þróun sambands þeirra Anastasiu og moldríka greysins Christian, sem og alla vafasömu aðila í kringum þau. Allavega, Fifty Shades Freed lofar ekki bara brúðkaupi, heldur fleiri stunum (giska ég) og byssuhasar heldur en áður hefur tíðkast í seríunni. Þurfti svosem ekki mikið til. Hér er trailer....

Lesa meira

„Földu“ meistaraverk 21. aldarinnar – annar hluti

Tíminn leiðir það yfirleitt í ljós hvernig líf bíómynd getur átt sér. Þótt sumar kvikmyndir séu ausnar lofi á gefnum tímapunkti er það ekki endilega ávísun á klassík sem mun lengi vera umtöluð eða dýrkuð. Sjáum t.d. hvða gerðist með The Thing, Vertigo, Fight Club, Blade Runner eða jafnvel 2001: A Space Odyssey á sínum tíma – allt myndir sem fengu nokkuð volgar viðtökur en fóru smátt og smátt að rísa á hærri stall og þykja í dag vera ómissandi. En hvað með týndu meistaraverk þessarar aldar? Hvaða kvikmyndir hafa verið „ranglega“ dæmdar eða ekki hlotið þá víðu ást...

Lesa meira

VINSÆLT