Tómas Valgeirsson, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Tómas Valgeirsson

Solo: A Star Wars Story tekur loksins á sig mynd – Kitla

Rúmir þrír mánuðir til stefnu og fram að þessu hafði markaðsdeild Disney haldið hlutunum heldur leyndum hvað varðar nýju Star Wars myndina um yngri Han Solo. Orðrómar voru farnir að fljúga um fordæmalaust kaos á bakvið tjöldin hjá Lucasfilm og þótti mörgum líklegt að dagsetningin yrði færð. En eftir að hafa tryggt sér auglýsingahólf hjá Ofurskálinni miklu er trúlegt að aðstandendur viti hvað þeir eru að gera. Fyrsta Solo: A Star Wars Story kitlan er nýlent og gefur upp smjörþefinn á fílingnum sem bíður aðdáendum í lok maí, og verður vonandi létt og fjörugt huggunarmeðal fyrir alla sem gúdderuðu...

Lesa meira

Paddington (2014)

Furðulegt er hvernig einum talandi, forvitnum, marmelaðióðum bangsa getur tekist að heilla af manni hattinn þegar tölvugerðar dýrafígúrur í fjölskyldumyndum eru í alflestum tilfellum íþyngjandi eða þreytandi. Paddington sýnir hvernig þú gerir fjölskyldumynd sem almennilega virkar á hvern einasta fjölskyldumeðlim; krúttleg, hlý, flippuð og stöðugt kætandi. Það sem mest lætur hann Paddington nefnilega skera sig fram úr öðrum myndum af svipaðri grein er fyrst og fremst markviss leikstjórn og fyndið handrit sem hiklaust finnur rétta milliveginn með skrípaleikann svo hann verði aldrei of barnalega flatur í augum eldri hópa. Paddington-bangsinn er ekki óþolandi, prumpandi og ropandi pixlaskrípi, heldur indæll og elskulegur og...

Lesa meira

The Disaster Artist – Að feila í öfuga átt

Stutta útgáfan: Frásögnin er pínu slitrótt en heildarpakkinn skemmtilegur og Franco hreint stórkostlega andsettur af Wiseau sjálfum. Pjúra leiksigur. Langa útgáfan:   Sannleikurinn er oft merkilegri en skáldskapur, ekki síður þegar átt er við um sannleikann á bakvið merkilegan skáldskap. Ef það er eitthvað sem er óskiljanlegra heldur en töfrandi samsetningin á The Room, þá er það maðurinn á bakvið hana. Tommy Wiseau er, svo vægt sé til orða tekið, einstök (mann?)vera sem fyrir mörgum árum síðan setti sér þau háu markmið að gera dramatíska sögu um svik, baktal… boltaleiki, meiri svik, handahófskennd atvik og gallalausa aðalpersónu, sögu sem...

Lesa meira

Star Wars: The Last Jedi – Nostalgían kvödd

Stutta útgáfan: Ef þú fílar sénsana sem sagan tekur er hér að finna Star Wars veislu af bestu gerð; flottur hasar, dýpri karakterfókus en venjulega, töff lúkk og hápunktarnir sterkir. Hamill á þessa mynd.   Langa útgáfan: Star Wars vörumerkið hefur svo sannarlega átt sínar gæðasveiflur og er fátt sem reitir hin almenna aðdáanda jafn fljótt til reiðis og útkoma sem brýtur hefðir. En þá kemur upp spurningin hvort að viðkomandi unnandi vilji helst halda hlutunum óbreyttum og endalaust í takt við hið klassíska eða sjá þetta sjá þetta víkkað út á allt annað og e.t.v. nútímalegra level. Þegar allt...

Lesa meira

„Földu“ meistaraverk 21. aldarinnar – þriðji hluti

Nú er farið að hitna aðeins í kolunum, og gripið til meira (segjum…) umdeildra mynda. Fyrsti og annar hluti eru löngu komnir upp. Þá er komið að lokaúrvalinu…   Keeping Mum (2005) Bretar kunna svo sannarlega að gera sótsvartar gamanmyndir og með Maggie Smith um borð var ekki um að villast að hér væri skemmtileg mynd á ferð. Það kom mér því verulega á óvart að þegar ég fór á sínum tíma á hana í bíó þá var hún sett í einn af minnstu sölum landsins þó hún væri meðal nýjustu myndanna. Það sem meira var þá vorum við...

Lesa meira

VINSÆLT

Bíókorn