Sindri Gretars, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Sindri Gretars

Mortal Kombat (1995) – Hversu heimsk er hún?

Seinustu árin hafa ’80’s og ’90s nostalgíur verið í yfirdrifi, þá aðallega fyrir fólk sem upplifði þessa tíma. Ef þú varst krakki eða ungmenni árið 1995 í vestræna heiminum þá eru líkurnar töluvert háar að þú hafir séð Mortal Kombat, fyrstu kvikmynd byggða á tölvuleik sem náði vinsældum og gróða eftir vonbrigðin sem voru Super Mario Bros. (’93), Double Dragon (’94) og Street Fighter (’94). Nánast allt vann gegn framleiðslu Mortal Kombat, New Line Cinema var efins, peningarnir voru takmarkaðir og trúin á þá unga leikstjóranum Paul W.S. Anderson (þá einungis Paul Anderson), var lítil sem engin. Eftir útgáfu...

Lesa meira

Commando – Útlitsdýrkun og karlrembuást á sveittasta áratugi 20. aldarinnar

Það var tímabil í mannkynssögunni þegar vöðvastæltir steraboltar með tæpa enskukunnáttu réðu yfir hvíta tjaldinu og keisari þeirra var án efa Arnold Schwarzenegger. Maður sem hefur uppfyllt nánast alla æskudrauma sína og náð ótrúlegum frama í þokkabót. Sem vaxtarræktarmaður og kvikmyndastjarna er hann ómetanlegur, hver þekkir ekki Arnold? Og betri spurning væri, hverjum líkar ekki vel við manninn í þessum deildum? Það er hægt að deila um pólitísku hlið hans, sem ég er alls enginn aðdáðandi, eða persónulegu hlið hans og hvernig honum hefur mistekist í fjölskyldumálum. Ég er þó viss um að framtíðin eigi eftir að muna eftir...

Lesa meira

Egóstælar og framleiðsluhelvíti

Margir kvikmyndaunnendur kannast við það hvernig frægar kvikmyndir eins og Apocalypse Now, World War Z, The Revenant og Waterworld voru, samkvæmt fólkinu á setti, algerar martraðir í framleiðslu. Allar kvikmyndaframleiðsur eiga sín vandamál í mismiklu magni, en þegar þegar orsakir eru náttúrulegar þá eru lausnir yfirleitt einfaldar. Hollywood og kvikmyndaiðnaðurinn er hins vegar stútfullur af egóum og fólki sem vill ná sínu fram, en oft blandast fólk illa saman, sem gerir lífið mjög leitt fyrir alla aðra á settinu. Stundum er útkoman stórkostleg kvikmynd, en stundum ekki. Það er lykilmál að fólk vinni saman þegar kemur að kvikmyndagerð, en...

Lesa meira

Egóstælar og framleiðsluhelvíti – annað bindi

Stundum getur taumlaus hroki, stress, reiði og rifrildi við tökur skilað af sér einhverri snilld, en oft getur útkoman farið í klessu líka. Hérna má sjá rennt gegnum ýmsar sögur sem búið er að dekka (þ.á.m. af Ishtar og The Boondock Saints), en kíkjum nú á fleiri skrautlegar! Predator (1987) Margir vita líklegast ekki að Predator var nálægt því að verða algert stórslys. Veðrið í Mexíkó, þar sem myndin var tekin upp, var víst það slæmt fyrstu vikuna að það þurfti að hætta allri framleiðslu á meðan því stóð. Leikstjórinn, John McTiernan, minnist á það í commentary hljóðrás myndarinnar...

Lesa meira

Kurt Russell og Fönixarljósin 1997

Dagsetningin er 13. mars 1997, klukkan er milli 19:30 og 22:30 og það er myrkur. Íbúar Phoenix, Arizona sjá ljós á himni, sex talsins í V uppsetningu. Samkvæmt vitnum, sem eru talin vera frá 10,000 til 20,000 manns, þá eru ljósin stöðug og óhreyfð. Engin hljóð gefa í skyn að flugvélar eða þyrlur séu að verki. Atburðurinn er tvöfaldur – Fyrst og fremst eru það ljósin sem sjást á himni, en vitni sjá einnig þríhyrndan hlut á stærð við marga fótboltavelli svífa hægt yfir borgina. Hluturinn ferðaðist frá Phoenix í næstum 500 km í átt að Tucson, Arizona og...

Lesa meira

Bíókorn