Sigrún Hreins, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Sigrún Hreins

Fimm áhrifaríkar heimildarmyndir

Stundum er ekkert betra á fallegu haustkvöldi en að fá sér kakó, breiða yfir sig teppi og horfa á vel gerða heimildarmynd. Rennum yfir nokkrar góðar.   GRIZZLY MAN (2005) Timothy Treadwell var mjög skrautlegur maður sem skartaði glæsilegri prins Valíant klippingu og gat státað sig af því að hafa búið 13 sumur meðal bjarndýra í Katmai þjóðgarðinum í Alaska. Þangað til hann var étinn af einu þeirra. Timothy var duglegur að taka upp ævintýri sín með björnunum og náði alveg óhemju flottum skotum af sér og þeim saman. Myndin er samsett af upptökum frá Timothy, ásamt viðtölum við vini...

Lesa meira

Fimm átakanlegar hreyfimyndir

Þegar fólk hugsar „teiknimynd“ þá koma oftast upp hugrenningatengsl við saklausar barnamyndir með syngjandi og dansandi krúttlegum dýrum eða einföldum hetjum í ævintýraleit. Alltof margir setja allar teikni/hreyfimyndir undir sama hattinn. Brad Bird (leikstjóri The Incredibles, The Iron Giant, o.fl) hafði þetta um það að segja: “Animation is not a genre. And people keep saying, “The animation genre.” It’s not a genre! A Western is a genre! Animation is an art form, and it can do any genre. You know, it can do a detective film, a cowboy film, a horror film, an R-rated film or a kids’ fairy...

Lesa meira

Fimm frábærar 80’s költ hryllingsmyndir

Þegar kemur að 80’s B-hryllingsmyndum er af nógu að taka. Sumar eru svo hörmulegar að maður vildi óska að hægt væri að fá mínúturnar sem eytt var í myndina til baka. Aðrar eru fínasta afþreying sem gleymast um leið og slökkt er á sjónvarpinu. Svo eru þær sem eru það frábærar og eftirminnilegar að þær ná algjörum költ status. Kíkjum á nokkrar svoleiðis:   FROM BEYOND (1986) Mjög góð body horror mynd hér á ferð, byggð á sögu eftir H.P. Lovecraft. Vísindamaður hannar vél sem örvar sjötta skilningarvitið, en í leiðinni opnast óvart dyr inn í annan og verri...

Lesa meira

Hinir ómetanlegu töfrar Isao Takahata

Isao Takahata er einn sá allra fremsti og færasti leikstjóri sem starfar í teiknimyndabransanum í dag. Því miður eru ekki margir sem kveikja á perunni þegar nafn hans ber á góma, en hann hefur árum saman þurft að standa í skugga kollega síns, Hayao Miyazaki. Ansi algengt er að fólk gefi Miyazaki heiðurinn fyrir myndirnar hans Takahata, eða rugli myndunum þeirra saman, en þeir félagar stofnuðu Studio Ghibli saman ásamt Toshio Suzuki árið 1985. Af þeim tveimur varð Miyazaki töluvert frægari og vinsælli, sérstaklega á vesturlöndum, þó að myndirnar þeirra séu algjörlega sambærilegar að gæðum. Þeir hafa þó sinn...

Lesa meira

Fimm gríðarlega vanmetnar myndir

Hægt er að skilgreina vanmetnar myndir á ýmsan hátt. Sumar fá enga ást frá gagnrýnendum, en ekkert nema aðdáun frá áhorfendum og svo öfugt. Aðrar þykja flottar um leið og þær koma út, en falla svo í gleymsku nokkrum árum síðar og enginn vill kannast við hrósið. Svo eru það þær sem gagnrýnendur og áhorfendur upp til hópa eru sammála um að séu rusl, en eru svo alls ekkert svo slæmar þegar nánar er að gáð. Skoðum nokkrar vanmetnar myndir:   RISKY BUSINESS (1983) Mörgum finnst ef til vill skrítið að vera með þessa mynd á listanum, sérstaklega þar...

Lesa meira

VINSÆLT