Sigga Clausen, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Sigga Clausen

IT: Chapter One – Truflandi og tryllt trúðalæti

Stutta útgáfan: Fátt um bregðuskot og hræðslu sem smitast yfir á áhorfandann en mikið af ónotalegum tilfinningum og sannfærandi krafti þökk sé góðu leikaraliði og kvikmyndatöku. Gott Það.   Langa útgáfan: Það hefur komið mörgum á óvart hversu góð einmitt myndin um „Það“ er. Stephen King sagði sjálfur að hann var ekki undir það búinn að myndin væri svona góð. Hér er um aðeins meira að ræða en klisjukennda bregðumynd með c-leikaraliði og óhuggulegu illmenni. Hér er mynd með sterku leikaraliði (og það nánast allt undir lögaldri), með athygli á smáatriðunum og vel gerðum og tímasettri kvikmyndatöku. Hún lifir...

Lesa meira

IT hræðir upp gömul met

… og virðist ekki ætla að hægja á sér. Síðan IT kom út hefur hún tröllriðið miðasölum, bæði erlendis og hérlendis. Svo mikið aðdráttarafl hefur myndin haft að hún hefur slegið met eftir met. Metin sem hún hefur slegið hingað til er: Stærsta september opnun á föstudegi Stærsta frumsýningarhelgin í september Tekjuhæsti mánudagur september mánaðar og þriðjudagur. Ekki nóg með það heldur á myndin stærstu frumsýningarhelgi hryllingsmynda allra tíma en einnig er hún orðin tekjuhæsta Stephen King myndin. Nokkuð vel gert af þessari endurgerð sem gerir betur en 33 aðrar myndir sem hafa verið gerðar eftir bókum kóngsins. Það sem er...

Lesa meira

Sing (2016)

Af einhverri ástæðu fær þessi mynd ekki það lof sem mér finnst hún eiga skilið. Hún er fyndin, upplífgandi og með haug af jákvæðum boðskap fyrir unga sem aldna. Ekki má gleyma því að myndin er troðfull af röddum frábærra leikara sem gefa dýrunum mannlega eiginleika með skemmtilegum og oft tilfinningaríkum talanda. Tvö bestu dæmin eru Matthew McConaughey sem kóalabjörninn Buster Moon og Taron Egerton sem górillan Johnny. Þetta eru tvær ólíkar persónur sem draga úr okkur samúð á ólíka vegu en á alveg jafn áhrifaríkan hátt. Svo má ekki gleyma leiðinlega kvikindinu sem þú ýmist hlærð með eða...

Lesa meira

Disney-myndir og duldi dónaskapurinn

Disney myndir eru ekki eins saklausar og barnvænar og margur heldur þar sem oft leynast leynileg skilaboð eða dónamyndir sem komist hafa alla leið á filmuna áhorfendum til mikilla gleði og glundroða. Hér eru nokkur dæmi sem við á vefnum höfum fundið í gegnum tíðina og eru of merkileg til að halda leyndu fyrir lesendum. Byrjum á frægasta og umdeildu dæmi sem aðdáendur Lion King geta engan veginn verið sammála um en það er hið góða SEX vs SFX. Í atriðinu þegar Simbi hendir sér á jörðina flögra upp frjókorn og mynda stafi í örfá sekúndu brot. Teiknararnir á...

Lesa meira

Mufasa og Skari ekki bræður… eða hvað?

Don Hahn, einn af framleiðendum hinnar klassísku Konungur Ljónanna (The Lion King) skellti veröldinni á hlið þegar hann sagði nýlega frá því að Skari væri í raun ekki bróðir Mufasa. Það kemur verulega á óvart þar sem myndin er byggð á Hamlet sögunni frægu eftir William Shakespeare þar sem það var frændi Hamlets sem drap konunginn til að krækja í krúnuna. Framleiðandinn sagði það alltaf vitað mál af tökuliðinu og handritshöfundunum að Múfasa og Skari væru ekki bræður, einfaldlega vegna þess hvernig ljón höguðu sér í hinni villtu Afríku. Til væru tvenns konar gerðir af ljónahjörðum, þær sem væru...

Lesa meira

VINSÆLT