Salvör Bergmann, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Salvör Bergmann

Looking for Oum Kulthum: Heillandi þemu en ófullnægjandi heild

Hugmyndir og hugmyndafræði “Looking for Oum Kulthum” eru aðlaðandi rétt eins og útlit myndarinnar og fallegur menningararfur, en hún fjallar um skálduðu leikstýruna Mitru sem hyggst gera kvikmynd um eina goðsagnakenndustu söngkonu arabaheimsins, Oum Kulthum. Sem kvikmynd innan í kvikmynd, þrátt fyrir áhugaverða hugmynd á frásagnarformi, virðist verkið samt taka sér full mikið fyrir hendur og samfléttandi söguþræðirnir ná hvorugir raunverulegu flugi. Heillandi þemu eins og stéttaskipting, fjölskyldufórnir, feðraveldiskúgun og sjálfskoðun eru öll kynnt fyrir, en halda veiklulega í hvort annað án þess að skapa með sér fullnægjandi heild. Eitt helsta vandamálið felst í því hvernig aðalpersónan Mitra, kvenkyns...

Lesa meira

Soldiers: Story From Ferentari

Samtímalegt sögusvið þessarar ljúfsáru kvikmyndaperlu er fátæktrarhverfið Ferentari í Búkarest, þar sem hinn fertugi mannfræðingur Adi hefur búsetu til þess að rannsaka dægurlagatónlist rómanskra sígauna. Leiðsögumaður Adi í þessum glæpakvalda jaðarheimi er fyrrum tukthúsmeðlimurinn Alberto, og fyrr en varir hefur hafist ólíklegt ástarsamband á milli þessara gjörólíku manna innan um vafasamar aðstæður og vandasamt umhverfi. Þó svo að menningarlegt sögðusvið og lífshlaup persónanna séu hérlendis kvikmyndagestum eflaust framandi, ætti hver sem er að geta fundið sig fullkomlega innsaumaðan í atburðarrás myndarinnar. Kvikmyndahátíðin, eins og hver annar vettvangur, bíður upp á sína eigin formúlu, sem og kvikmyndalegur flokkur samkynhneigðra sagna....

Lesa meira

“As if!” – Íhuganir um aðlaganir

Stutta útgáfan: Aðlögun er orð sem segir sig sjálft; það lýsir því þegar eitthvað eitt er lagað að einhverju öðru. Í mörgum tilfellum snýst það um að laga bók að kvikmynd.   Langa útgáfan: Klassískar sögur eru í sífellu að öðlast nýjar aðlaganir, en á hvaða tímapunkti fáum við leið á sömu sögunni? Er endalaust hægt að gera sömu söguna ferska á ný? Væri á sama tíma nokkru sinni hægt að svara spurningunni: Hvað gerir góða aðlögun? Til þess að reyna að nálgast möguleg svör við öllum þessum spurningum vil ég benda á ólík sjónarhorn sem hægt væri að...

Lesa meira

Andóf í formi and-kvikmyndar

Stutta útgáfan: Ég vil ræða alveg frábæra kvikmynd. Það er margt frábært við hana, en ég tel mig hafa áttað á því hvað gefur henni X-Factor, hvað það er sem gerir hana ekki aðeins magnaða, heldur líka gríðarlega mikilvæga.   Langa útgáfan: Hún er nefnilega ekki aðeins góð kvikmynd út af fyrir sig, heldur er hún það sem ég vil kalla and-kvikmynd. Hún tekur fyrir staðnaðan staðal og brýtur hann niður í mola. Hún sýnir fram á að það er alltaf hægt að setja sig upp á móti stöðlunum, jafn óbreytanlega og við teljum þá vera. Í stuttu máli...

Lesa meira

Bíókorn