Róbert Kesh, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Róbert Kesh

Ég man þig – Áhrifalausir fortíðardraugar

Stutta útgáfan: Vel unnin, leikin og skotin, en því miður skilur sagan ekkert eftir sig með handrit að vopni sem hefur mikinn áhuga á ráðgátunni, en litlu öðru.   Langa útgáfan: Það er vonandi ekki umdeild alhæfing að segja að Ísland hafi hingað til ekki getið af sér góða, eða jafnvel sæmilega, hrollvekju á hvíta tjaldið í þessi fáu skipti sem slíkt hefur verið reynt. Hvernig sem á því stendur má eiga sökótt við hverja mynd fyrir sig, en í dag sitjum við með nýja hryllingsmynd í kjöltunni og staðan heldur sér satt að segja óbreyttri með útgáfu Ég...

Lesa meira

Bæjarbúar Twin Peaks láta loksins sjá sig í nýrri stiklu

Það hefur hingað til verið nánast ómögulegt að meðtaka það að eftir ca. þrjár vikur lítur þriðja sería Twin Peaks dagsins ljós eftir 25 ára fjarveru; og með meirihluta upprunalega leikhópsins smöluðum saman! Brot af þeim leikhóp fékk loksins að njóta sín í nýjustu stiklunni fyrir þættina, en fram að þessu hefur markaðssetningin verið einstaklega dulúð og oft ekki gefið okkur nema hið einstaka furutré eða foss; fyrir utan eina glæsilega myndatöku. Það er því fagnaðarefni að fá að sjá myndefni úr sjálfum þáttunum þar sem gömul andlit fá nýtt líf, ef ekki bara til að staðfesta að þeir...

Lesa meira

Cure (1997)

Eðal Japanskur hryllingur getur komið í öllum stærðum og gerðum, burtséð frá tegund myndarinnar, og hér fer hann í búning morðrannsóknar í film noir stíl. Innan úthverfa Tókýó-borgar fara óhugnaleg morðmál að spretta upp með óþægilega reglusömum hætti; en þau einkennast öll af X-merki sem skorið hefur verið í háls fórnalambsins, og að gerandinn í hverju tilviki kannast ekki við verknaðinn. Leynilögreglumaðurinn Takabe er fenginn í málið til að grafa upp mögulega tengingu milli morðanna, en veruleikinn reynist vera einkennilegri en morðin sjálf. Cure spilar sig að einhverju leiti sem týpíska morðráðgátu eins og áhorfendur eru oftast vanir, en...

Lesa meira

The Fifth Element (1997)

Líklegast þurfti fjölhæfan og sjónrænan rugludall frá Evrópu, í þessu tilviki Luc Besson, til að láta eins sturlað verkefni og þetta ganga upp að einhverju leiti. Vísindarskáldskapur á nánast epískum skala sem hoppar glaðlega fram og aftur yfir línuna sem skilur að hárbeittann alvarleika og litríka sæluvímu. Myndin gerist í fjarlægri framtíð og fjallar um leigubílstjórann Korben Dallas sem rekst fyrir tilviljun á flóttakonu eftir að hún brotlendir í aftursætinu. Upphefst þá kapphlaup á móti tímanum þar sem undir liggur framtíð alheimsins í húfi; fyllt af minnistæðum persónum (hvort sem það er gott eða vont) og grípandi staðsetningum. Besson...

Lesa meira

eXistenZ (1999)

Stórskrýtinn og á köflum ógeðfelldur vísindarskáldskapur frá brenglaða ímyndunarafli David Cronenberg. Leikjaframleiðandi og markaðssölumaður þurfa að flýja inn í glænýjan og byltingarkenndan tölvuleik eftir að hópur öfgamanna reyna að myrða framleiðandann. Í kjölfarið fara mörk raunveruleikans og sýndarveruleikans að dvína og satt að segja krefst myndin þess að vera séð oftar en einu sinni. Það er erfitt að detta ekki inn í svona steikta kvikmynd sem má nánast sjóða niður í Inception í villtustu martröðum Cronenberg. Ef þú hefur aldrei séð mynd eftir þennan sturlaða leikstjóra, þá er eXistenZ kannski ekki sú aðgengilegasta, en hver veit; kannski áttu eftir...

Lesa meira

VINSÆLT

Bíókorn