Ritstjórn, Author at Bíóvefurinn - Page 7 of 7

Höfundur: Ritstjórn

Nolan og hinir útbrunnu

(ath. þetta er aðsend grein, höfundur er Oddur Björn Tryggvason) Christopher Nolan er einn af heitustu leikstjórum samtímans og óhætt að segja að kvikmyndaáhugamenn bíða með öndina í hálsinum eftir nýju efni frá honum. Þó svo að Memento og Insomnia hafi komið honum á kortið þá er það frá og með Batman Begins að maðurinn var nánast settur í guðatölu og síðan þá hefur hann varla stegið feilspor. Einn af hans mörgu kostum, að mínu mati, er hvernig hann kastar líflínu til útbrunna stjarna sem mega muna sinn fíful fegurri og gefur þeim færi á að minna á sig....

Lesa meira

Með/á móti: Oblivion

(Með/á móti er fastur liður á síðunni þar sem tveir stjórnendur með ólíkar skoðanir á tiltekinni bíómynd segja nákvæmlega það sem þeim finnst (helst í minna en 200 orðum en oft eru undantekningar) og er undir notendum komið að velja þá hlið sem er raunsærri, skemmtilegri eða meira sannfærandi. En svo er alltaf séns á því að skoðun þín sé mitt á milli) Framtíðarmyndin Oblivion frá Joseph Kosinski verður alltaf þekkt undir sinni Íslandstengingu í okkar augum en þó hér sé ekki beinlínis hágæðamynd á ferðinni (skv. gagnrýnendum og almennum áhorfendum) þá á fólk til að skiptast í tvo ólíka...

Lesa meira

Af hverju vondar myndir?

(eftirfarandi grein er aðsend, höfundur hennar er Oddur Björn Tryggvason)   Það er til fullt af frábærum myndum. Svo mikið að topp 250 á IMDB nær rétt svo að gefa nasasjón af þeim. Það eru meira að segja til myndir sem enginn getur réttlætt á nokkurn hátt að séu ekki góðar; t.a.m. „The Godfather“, „One Flew Over the Cuckoo‘s Nest“ eða „Platoon“ svo fáein dæmi séu tekin. Hver og einn getur haft sína sérvisku og ekki haft gaman af þeim en hann getur ekki gefið haldbær rök fyrir því að þær séu lélegar. Þannig að; hvers vegna ætti einhver...

Lesa meira

jOBS – Kennsla í rangri kvikmyndagerð

Hvort sem fólk sé aðdáandi Apple tækja og tóla eða ei þá er óhætt að segja að Steve Jobs hafi verið einn mesti áhrifavaldur á 20. öldina. Tveimur árum eftir andlát hans kom fyrsta myndin  út(af tveimur, ekki tengdar) um lífið hans og afrek. Sjálfur tel ég mig vera ágætlega fróðan um Jobs þar sem Walter Isaacson bókin um lífið hans er upp á hillu hjá mér. Ég var því spenntur að sjá hvort að Kutcher myndi standa sig í hlutverkinu og hvort að ræman myndi standast væntingar. Jobs er low-budget indí-mynd sem reynir að ná hátt (en varla „Sorkin-hátt“)...

Lesa meira

Bíókorn