Ritstjórn, Author at Bíóvefurinn - Page 3 of 7

Höfundur: Ritstjórn

Hvað segir fólk um ‘Ég man þig’?

Íslenski spennu-/hryllingstryllirinn Ég man þig sló í gegn um helgina, grípandi toppsætið frá Guardians of the Galaxy Vol. 2 – og eru ýmsir farnir að spá henni hátt í 40-50 þúsund manna aðsókn í heildina. Eðlilega hefur myndin verið að raka inn umtali og viðbrögðum, jákvæðum að mestu, og ákvað Bíóvefurinn birta búta úr þeim dómum sem komnir eru. En mikilvægasta spurningin er auðvitað tvíþætt – ert ÞÚ búin/n að sjá hana, og ef svo… hvað fannst þér? Látið okkur endilega vita í kommentunum, en kíkjum fyrst á það sem eftirtaldir sérfræðingar höfðu um ræmuna að segja.   Brynja...

Lesa meira

Fimma Óskars Þórs Axelssonar: „Bíómyndir með stóru B-i“

„Um leið og mér finnst eiginlega ekki hægt að biðja nokkurn mann að telja upp topp 5 bíómyndir, þá er ég þeirrar skoðunar að allir kvikmyndagerðarmenn eigi að búa til svona lista fyrir sjálfa sig og helst uppfæra hann reglulega,“ mælir leikstjórinn og handritshöfundurinn Óskar Þór Axelsson, sem nýlega frumsýndi spennu- og draugamyndina Ég man þig. Óskar, sem steig fyrst á sjónarsviðið árið 2012 með myndinni Svartur á leik, var á fullu í tökum á nýju verkefni þegar Bíóvefurinn náði að grípa á hann til að athuga hvort hann væri með sína Fimmu í kollinum. Leikstjórinn tekur við: Því miður...

Lesa meira

Erlingur Óttar: „Breyttist í kvikmyndanörd á einu kvöldi“

Upprennandi kvikmyndagerðarmaðurinn Erlingur Óttar Thoroddsen hefur fullt á sinni könnu þessa dagana. Nýlega frumsýndi hann indí-hrollvekjuna Child Eater og er að leggja lokahönd á næstu kvikmynd sína í fullri lengd, Rökkur. Erlingur er gallharður kvikmyndaunnandi og hefur verið það síðan í æsku. Aðspurður hvaða fimm kvikmyndir höfðu haft mest áhrif á hann, eða hvaða myndum hann myndi grípa með sér á eyðieyju, sagði hann að hægara væri sagt en gert að velja – en það tókst á endanum. Erlingur fær orðið.   Ég er alltaf að segja að hin og þessi mynd sé „ein af mínum uppáhaldsmyndunum“. Í alvöru. Ég...

Lesa meira

Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children – bíómiðaleikur!

Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn er nýjasta myndin frá Tim Burton og hún byggir á samnefndri bók sem hefur notið mikilla vinsælda. Myndinni leikstýrir enginn annar en Tim Burton og stórleikarar á borð við Evu Green, Samuel L. Jackson, Judi Dench Rupert Everett og Chris O’Dowd eru í svo til hverju hlutverki. Þegar Jakob eltir vísbendingar sem hann finnur kemst hann að leyndardómum sem ná yfir bæði mismunandi heima og tíma. Hann finnur hús sem honum þykir töfrum líkast og er heimili fyrir sérkennileg börn, stjórnað af fröken Peregrine. En leyndardómarnir og hætturnar færast í aukana þegar hann...

Lesa meira

Má bjóða þér Deadpool á Blu-Ray/DVD?

Síðustu mánuði hefur aldeilis ekki verið skortur á ofurhetjum í bíóhúsum, stórum ágreiningum, miklum eyðileggingum og krakkavænum ofbeldissenum. Hingað til hefur það þó verið aðeins hann Deadpool sem hefur leyft sér að spila með formið og ganga enn lengra með blóðsletturnar en venjulega er leyft – og með húmor fyrir því allan tímann. Deadpool tilheyrir X-Men seríunni lauslega en býr yfir aukamætti sem enginn annar karakter í henni hefur, sem er tilhneygingin til að rjúfa fjórða vegginn og kommenta á formúlur með hnyttnum hætti. Deadpool mætti góðum viðbrögðum og svakalegri bíóaðsókn (yfir $700 milljónir á heimsvísu) þegar hann mætti...

Lesa meira

Bíókorn