Ritstjórn, Author at Bíóvefurinn - Page 2 of 7

Höfundur: Ritstjórn

Bíóvefurinn sýnir Stronger – aðeins einu sinni

Á miðvikudaginn 8. nóvember – kl. 20 í Laugarásbíói – verður haldin sýning á vegum Bíóvefsins á myndinni Stronger, með Jake Gyllenhaal í enn einu aðalhlutverkinu þar sem hann sýnir sín sterkustu tilþrif. Jeff Bauman lifði af sprengjutilræðið við endamark Boston-maraþonhlaupsins 15. apríl árið 2013. Þrjár manneskjur létu lífið í hryðjuverkinu og um 260 slösuðust, þar af fjórtán manns sem misstu einn eða fleiri útlimi. Jeff Var einn af þeim og missti báða fótleggi. Seinna meir varð Jeff að táknmynd vonar og fjallar myndin um hvernig hann sneri ógæfunni sér í vil. Myndinni er leikstýrt af David Gordon Green...

Lesa meira

Glænýr AXL salur afhjúpaður í Laugarásbíói

Á síðustu fimm vikum hafa staðið yfir töluverðar framkvæmdir í Laugarásbíói og hefur helstu græjum verið skipt út fyrir nýrri og betri. Allir salir eru nýir og endurbættir og eru sætin af allt öðrum gæðastandard, óneitanlega. Krúndjásnið þar er vissulega AXL-salurinn, sem býður upp á öfluga skerpu og nötrandi góða hljóðrás. Og á fremsta bekknu eru rafmagnshægindastólar með fótskemli. AXL stendur annars fyrir Atmos-Luxury-Laser og endurspeglar það sem salurinn býður upp á. Dolby Atmos er eitt þróaðasta hljóðkerfið á markaðinum í dag, en það skilar flæðandi hljómi sem hægt er að staðsetja af nákvæmni og færa til hvert sem...

Lesa meira

„Földu“ meistaraverk 21. aldarinnar – fyrsti hluti

Tíminn leiðir það yfirleitt í ljós hvernig líf bíómynd getur átt sér. Þótt sumar kvikmyndir séu ausnar lofi á gefnum tímapunkti er það ekki endilega ávísun á neina klassík sem mun lengi vera umtöluð eða dýrkuð. Sjáum t.d. hvernig fór fyrir The Thing, Vertigo, Fight Club, Blade Runner eða jafnvel 2001: A Space Odyssey á sínum tíma – allt myndir sem fengu nokkuð volgar viðtökur en fóru smátt og smátt að rísa á stærri stall og þykja í dag vera ómissandi.  (til að sjá nánara dæmi um klassískar myndir sem voru upphaflega hataðar, smellið hér) En hvað með týndu...

Lesa meira

Beta Ronalds: „Idiocracy hefur breyst í heimildarmynd“

Klipparinn Elísabet Ronaldsdóttir hefur stækkað heilmikið við sig þegar kemur að erlendum verkefnum undanfarin ár, en hún hefur verið að klippa stórvinsælar myndir á borð við Contraband, John Wick og núna síðast Atomic Blonde. Næsta verkefni Elísabetar er engin önnur en bíómyndin Deadpool 2 sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu. Bíóvefurinn hafði samband við þessa bráðkláru fagkonu til að kanna hver Fimman hennar væri, með auknu tilliti til þess hvaða klippivinnur hafa staðið sérstaklega upp úr. Beta fær orðið: „Það er mér næst ómögulegt að velja uppáhalds kvikmyndir. Hvert ár í kvikmyndasögunni hefur haft eitthvað að bjóða uppá....

Lesa meira

Baby Driver viðbrögð – og forsýningarmyndir

Á dögunum forsýndi Bíóvefurinn nýjustu myndina frá Edgar Wright, Baby Driver. Sýningargestir fengu hlélausa sýningu í hinum svokallaða S-Max sal í Smárabíói, þar sem hljóðrás myndarinnar naut sín í Dolby Atmos. Eftir sýningu hleruðum við viðbrögð gesta á grúppunni okkar, Bíófíklar og var þetta svona á meðal því helsta sem (almennt sátta) fólkið hafði um ræmuna að segja:   Frábær blanda af spennu, húmor og rómantík! – Þorsteinn Grettir Ólason   „Tour de force“ hefur sjaldan átt jafn vel við um mynd og Baby Driver. Alveg brilljant mynd! – Þorvarður Pálsson   Góð tónlist og myndataka er eitt af því mikilvægasta fyrir...

Lesa meira

Bíókorn