Ólafur E. Ólafarson, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Ólafur E. Ólafarson

The Last Jedi er ekki vandamálið

Mikki Mús hefur tekið völdin í Vetrarbrautinni. Það er væntanlega rót vandans en hér verður ekki farið út í skrifstofuveldi Disney og Lucasfilm því þau mál eru of pólitísk fyrir þessa umræðu um ástsælan pop kúltúr og skáldskap. Á meðan gagnrýnendur lofsyngja The Last Jedi eru Star Wars aðdáendur margir á öndverðu máli. Vandamálið liggur vanalega hjá ábyrgð myndarinnar til Star Wars söguheimsins. En The Last Jedi er ekki vandamálið. Fyrri myndin, The Force Awakens, er öllu heldur rót vandans. Hún gróf undan mikilvægum eiginleikum sem hafa alltaf átt sér stað í Star Wars heiminum, t.d. Máttinn. Varðandi ábyrgð...

Lesa meira

Dunkirk (2017)

Áhyggjur vöknuðu af þeim fréttum að Dunkirk, seinni heimstyrjaldar stríðsmynd, yrði merkt með hinu bandaríska PG-13, sem staðfestir að ekki megi eiga von á blótsyrðum og blóði, þar sem að minnsta kost eitt af þessu er mjög algengt í stríði. “Allar af stóru sumarmyndunum mínum hafa verið PG-13. Það er form sem mér líður þægilega að vinna með algjörlega,” sagði Nolan við blaðamenn á CinemaCon fyrr á árinu, aðspurður um þessa ákvörðun. “Dunkirk er ekki stríðsmynd. Hún snýst um að komast lífs af og er fyrst og fremst spennutryllir.” Þýddur yfir á íslensku hljómar Nolan örlítið hrokafullur og ágengur,...

Lesa meira

Um myndrænt læsi og viðmið þjóðarinnar

“Tveir menn, annar þeirra breskur stríðsmaður, og hinn arabískur, standa í eyðimörk og fígúra nálgast úr fjarska. Þeir eru varir við fígúruna, sem virðist vera maður á hesti. Ljóshærði stríðsmaðurinn og hetja sögunnar, fylgist grannt með aðsteðjandi hættu.” Persónulega fannst mér skemmtilegra að lesa fjóra ramma heldur en allar þessar setningar. Flestir eru ágætir í að skilja kvikmyndaformið, að minnsta kosti hvað á sér stað. Við horfum á kvikmyndir frá barnsaldri og eru grundvallaratriðin innbyggð í vitsmunina. Það kunna kannski ekki allir skilgreiningarnar eða hugtökin, en hefðu til dæmis góða tilfinningu fyrir því að þessi tvö skot þýða “Henry...

Lesa meira

Hvað erum við eiginlega að horfa á?

Tæknimesta list allra tíma, enda hið allra nýjasta listform, sem varpar 24 eða fleiri römmum af ljósmyndum á sekúndu svo lítist sem svo mynd hreyfist, er ekkert nema sjónhverfing. Blanda því saman við frásögn og við höfum kokteil eins vinsæll mönnum og ljósapera er fyrir flugu: Flugur rata um umhverfið sitt með því að ferðast í átt að fjarlægum ljósgjafa, eins og tunglinu, en ruglast við manngerða ljósgjafa eins og ljósaperur, og fljúga þangað. Allavega, það elska þetta allir, meira að segja óþolinmóðustu verur jarðar, þ.e. tveggja ára börn sitja og stara í 90 mínútur þó þau geta ekki...

Lesa meira

Bíókorn