Óskar Örn Árnason, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Óskar Örn Árnason

Solo: A Star Wars Story (2018)

“Never tell him the odds.” Solo er önnur staka Star Wars myndin sem er ekki beint hluti af kaflaskiptu Skywalker sögunni sem við þekkjum öll og elskum (að mestu). Þessi mynd fjallar augljóslega um Han Solo og sýnir forsögu hans árin fyrir kafla fjögur þegar við hittum hann fyrst á Tatooine. Myndin þarf að fara í gegnum allt það sem við vissum að væri á leiðinni, tékka í öll boxin. Hér kemur Chewie, hér kemur Lando og Fálkinn og hér kemur Kessel run-ið. Skýtur hann fyrst og allt þetta. Myndin virðist vera gerð fyrir aðdáendur gömlu myndanna (svokallað fan...

Lesa meira

Edge of Darkness (2010)

„Few escape justice. None escape vengeance.“ Fyrir þessa mynd hafði Mel Gibson ekki leikið í kvikmynd síðan 2004. Allur tími Mel G þessi ár hafði farið í að leikstýra Apocalypto og The Passion of the Christ, plús auðvitað smá vesen heima fyrir. Gibson er ekki fullkominn en hann er fjandi góður leikari. Sérstaklega í myndum þar sem hann leikur særða persónu eins og í Braveheart og Lethal Weapon. Í þessari mynd leikur hann löggu sem rannsakar morð dóttur sinnar og markmiðið er fyrst og fremst hefnd. Ray Winstone kemur sterkur inn sem dularfullur gaur sem stýrir Gibson í réttar...

Lesa meira

Rock Star (2001)

„Every guy wants to be you. Every girl wants to be with you.“ Þeir sem hlustuðu á rokk tónlist á tímabilinu 1980-1990 ættu að hafa gaman af þessari mynd. Líkt og Almost Famous nær hún að negla andrúmsloftið frá þessum tíma og vekja nostalgíu tilfinningar án þess að vitna í ákveðin lög eða hljómsveitir. Hlutverk Mark Wahlberg minnir svolítið á hlutverk hans í Boogie Nights, hann er enginn sem verður einhver. Málið er að hann er góður í svona hlutverkum og smellpassar þetta hlutverk enda var hann poppstjarna sjálfur (Marky Mark). Hann syngur reyndar ekki sjálfur í þessari mynd,...

Lesa meira

Cool World (1992)

„There are two different worlds: The Real World and the Wacky, Animated World. Only one of them will survive.“ Fjórum árum eftir Who Framed Roger Rabbit kom Cool World. Á sínum tíma fannst mér þetta mjög góð mynd enda býst ég við að unglingar séu markhópurinn. Núna virkar hún meira á mig slakari útgáfa af fyrrnefndri mynd. Hún hefur þó ákveðna styrkleika, fyrst og fremst góða leikara. Við erum með Brad Pitt og Kim Basinger. Við erum líka með Gabriel Byrne sem er í smá uppáhaldi hjá mér. Mér finnst samt Pitt ekki vera alveg nógu góður ef maður...

Lesa meira

Duel (1971)

„The killer’s weapon – A 40 ton truck.“ Duel er merkileg mynd fyrir þær sakir að hún er fyrsta mynd Steven Spielberg. Það er gaman að sjá ungan og hæfileikaríkan leikstjóra leggja allt í sölurnar til að gera einfalda mynd framúrskarandi. Sagan er eins einföld og hægt er að hugsa sér. Snaróður vörubílstjóri (einhver Sturlu týpa, alveg sturlaður) eltir ókunnugan mann og reynir að drepa hann. Þessi mynd er hrá en mjög góð. Myndatakan er flott og frumleg og Spielberg nær að byggja upp raunverulega spennu. Góð byrjun hjá meistaranum. „If you don’t like our service, bite me.“ Leikstjóri:...

Lesa meira

VINSÆLT

Bíókorn