Óskar Örn Árnason, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Óskar Örn Árnason

Dead Man’s Shoes (2004)

„Revenge is in all of us.“ Þessi mynd verður sennilega alltaf meistaraverk Shane Meadows í mínum huga. Ég hef sé þrjár myndir eftir hann og hann er líklega langt frá því að vera búinn en ég á erfitt með að sjá hann gera betri kvikmynd en Dead Man´s Shoes. Þetta er ótrúlega áhrifarík mynd. Á köflum er erfitt að horfa á hana og ég á ekki von á að allir hafi maga í hana. Paddy Considine er rosalegur sem hefndarengillinn, kaldur og kvikyndislegur. Ástæða reiðinnar er sýnd smám saman og þegar maður hefur séð heildarmyndina er maður skilinn eftir...

Lesa meira

Frequently Asked Questions About Time Travel (2009)

“Three guys. One pub. Too much time on their hands.” Ég er sérstaklega veikur fyrir myndum um tímaflakk. Þessi er ein af þessum litlu og sniðugu og ég held að mjög fáir viti um hana. Myndin hefur greinilega ekki kostað mikið en hún er fyndin og aðalpersónur eru sjarmerandi. Eina þekkta andlitið er Chris O´Dowd úr IT Crowd en hann er bestur af vinunum þremur. Það er allskonar flipp í kringum tímaflakk og myndin tekur sig ekki mjög alvarlega. Alls ekki slæm leið til að drepa smá tíma. “Ray, I love you, but we only have fourteen hours to...

Lesa meira

Superman II – The Richard Donner cut (1980)

“The three outlaws from Krypton descend to Earth to confront the Man of Steel in a cosmic battle for world supremacy.” Richard Donner leikstýrði fyrstu Superman myndinni árið 1978 og var langt kominn með framhaldið þegar deilur ollu því að hann gekk út og Richard Lester kláraði myndina. Donner var aldrei fullkomlega ánægður með þá útgáfu af myndinni sem kom út og fékk því að klippa myndina alveg upp á nýtt og ný útgáfa var gefin út árið 2006. Þessi útgáfa er 11 mínútum styttri og þykir mjög breytt frá upphaflegu útgáfunni. Það er talsvert síðan ég sá þessa...

Lesa meira

Spectre (2015)

“The dead are alive.” Kominn tími á endurmat á 26. James Bond myndina, Spectre. Daniel Craig myndirnar hafa að mestu verið mjög góðar, að fráskilinni Quantum of Solace það er að segja. Sam Mendes leikstýrði hinni frábæru Skyfall árið 2012 svo það voru flestir ánægðir með að heyra að hann myndi einnig taka að sér Spectre. Þessi mynd er einskonar endapunktur á sögu sem byrjaði í Casino Royale þar sem illmennið þar, Le Chiffre, var meðlimur í Spetre og undirmaður hins dularfulla Blofeld sem reyndist vera með puttana í framhaldsmyndunum líka. Þessi mynd er mjög vel gerð og það...

Lesa meira

Nightcrawler (2014)

“The closer you look the darker it gets.” Tók annað áhorf á eina bestu kvikmynd síðustu ára, Nightcrawler. Jake Gyllenhaal gjörsamlega hverfur inn í hlutverk siðblinds fréttaupptökumanns. Það er auðvelt að sökkva inn í stigmagnandi atburðarrás og svo má ekki að gleyma að þetta er ein síðasta kvikmynd Bill Paxton. Ef einhver missti af þessari fyrir þremur árum væri ekki úr vegi að bæta úr því núna. Myndin fékk eina tilnefningu til Óskarsverðlauna, fyrir handrit. Gyllenhaal hefði hiklaust átt að fá tilnefndingu, t.d. í stað Bradley Cooper fyrir American Sniper. “Why you pursue something is as important as what...

Lesa meira

VINSÆLT

Bíókorn