Óskar Örn Árnason, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Óskar Örn Árnason

Gladiator (2000)

„What We Do In Life Echoes In Eternity.“ Það er mikil hefð fyrir myndum frá tímabili Rómarveldisins í Hollywood. Frægustu myndirnar eru Ben Hur og Cleopatra. Gladiator er a.m.k. jafnoki þeirra mynda og hefur allt sem hægt að fara fram á. Drama, eftirminnilegar persónur, framúrskarandi leik og leikstjórn og stórkostlegar bardagasenur. Russel Crowe og Joaquin Phoenix eru báðir í sínum bestu hlutverkum í þessari mynd. Mér finnst Phoenix alveg sjúkur í hlutverki Commodus, þjáningin er áþreifanleg. Richard Harris er líka frábær sem keisarinn enda var hann mjög áreiðanlegur leikari. Gladiator er mögnuð mynd frá upphafi til enda. Myndin var...

Lesa meira

The Thin Red Line (1998)

„Every man fights his own war.“ Ég ætlaði að horfa á Saving Private Ryan en langaði frekar að rifja upp þessa mynd eftir meistara Terrence Malick. Gallinn sem flestir benda á við þessa mynd er lengdin. Hún er 164 mínútur og maður finnur talsvert fyrir þeirri lengd. Það eru langir hægir kaflar inn á milli þar sem hermenn eru í heimspekilegum hugleiðingum og það er smekksatriði hvort að það sé of mikið af hinu góða. Þegar ég sá hana í bíó á sínum tíma fannst mér myndin allt of löng og vildi bókað fá meiri skotbardaga og minni pælingar....

Lesa meira

Se7en (1995)

„Let he who is without sin try to survive.“ Gluttony, Greed, Sloth, Envy, Wrath, Pride, Lust. Seven er ein af þessum efirminnilegu bíóferðum. Í þeim hópi eru myndir eins og Jurassic Park, Lost Highway, Trainspotting The Silence of the Lambs og The Matrix. Þetta eru myndir sem höfðu mikil áhrif á mig og Se7en ekki síst. Það er líklega þessari mynd að kenna að hluta til að ég hef svona gaman af hryllingsmyndum. Ég er kannski bara alltaf að reyna að finna aftur þessa tilfinningu sem að þessi mynd gaf mér á sínum tíma. Það hafa allir séð þessa mynd og ég á ekki von á að einhverjum fannst hún léleg. Þetta er mynd sem hafði gríðarleg áhrif á myndir af þessari gerð, þ.e. morðrannsóknir og fjöldamorðingjamyndir almennt. Atriðin þegar fórnarlömbin finnast eru sérstaklega hræðileg, eins og gaurinn sem var látinn éta tunguna úr sér og feiti maðurinn sem var látinn éta sig í hel. Svona atriði áttu heima í hryllingsmyndum fyrir þessa mynd og fólk átti einfaldlega ekki von á því. Hún er mjög áhrifamikil enn þann dag í dag og ekki síst þessi dásamlegi endir þar sem Kevin Spacey fer gjörsamlega á kostum sem John Doe. „Realize detective, the only reason that I’m here right now is that I wanted to be.“ Leikstjóri: David Fincher (Fight Club, Zodiac, The Curious Case of Benjamin Button, Panic Room, The...

Lesa meira

Terminator 2: Judgment Day (1991)

„The battle for tomorrow has begun…“ Eftir frumlega og frábærlega vel gerða mynd um óstöðvandi vélmenni frá framtíðinni var ekki annað að gera en að skipta upp um tvo gíra og gera framhald. Terminator 2 er mynd sem ég elska eins og kaffi á morgnana og þungaviktar titilbardaga. Þessi mynd er rosaleg keyrsla. Þegar hasarinn byrjar þá hættir hann ekki fyrr en búið er að rústa hálfri borginni eða svo. Arnold Schwarzenegger skiptir um hlutverk frá fyrri myndinni sem var sniðugt tvist, sérstaklega af því að það opnar dyrnar fyrir einu rosalegasta illmenni sem sést hefur í hasarmynd, T-1000....

Lesa meira

Pusher (1996)

„Du har ikke en chance. Grib den.“ Pusher er fyrsta kvikmynd Nicholas Winding Refn og er enn besta danska mynd sem ég hef séð og almennt ein besta glæpamynd allra tíma. Hún virkar mjög raunveruleg, ég á mjög auðvelt með að kaupa allar persónur og það er hluti af því sem gerir hana ógnvekjandi. Kim Bodnia er gjörsamlega magnaður í hlutverki Frank og Mads Mikkelsen er líka mjög eftirminnilegur sem Tonny. Skíthællinn og eiturlyfjasalinn Milo er gaur sem maður myndi aldrei vilja lenda í og handrukkarinn hans Radovan þess þó heldur. Óheppni Frank og flótti heldur manni á tánum...

Lesa meira

Bíókorn