Óskar Örn Árnason, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Óskar Örn Árnason

Sunrise: A Song of Two Humans (1927)

Sunrise: A Song of Two Humans er þögul mynd eftir þýska leikstjórann F.W. Murnau. Myndin fjallar um sveitapilt sem verður ástfanginn af stúlku úr borginni sem sannfærir hann um að myrða eiginkonu sína og flytja með sér til borgarinnar. Myndin er í fullri lengd, eða 94 mínútur. Hún er tæknilega vel gerð með fallegri tónlist sem túlkar tilfinningar persóna en tónlistin er sérstaklega miklvæg í þessum þöglu myndum. Þetta er ágætis mynd en í samanburði við myndir eins og Metropolis og The Passion of Joan of Arc stenst hún ekki samanburð. Það er hinsvegar mikill metnaður lagður í framleiðslu...

Lesa meira

Phantom Thread (2017)

Phantom Thread er nýjasta kvikmynd hins magnaða leikstjóra Paul Thomas Anderson. Útlit er fyrir að myndin verði sú síðasta sem snillingurinn Daniel Day Lewis leikur í sem eru afar slæm tíðindi. Lewis sagði í viðtali nýlega að hann hefði verið mjög leiður eftir gerð myndarinnar og fundið fyrir mikilli þörf fyrir að hætta. Nánari skýringar gaf hann ekki. Þessi mynd kann að virka þurr og leiðinleg en hún er það alls ekki. Þetta er ótrúlega vönduð og fáguð mynd sem rennur niður eins og 18 ára koníak. Myndin er vissulega dramatísk en hún er líka glettilega fyndin og vel...

Lesa meira

Borg McEnroe (2017)

“Some stars shine forever.” Borg McEnroe fjallar um goðsagnakennt einvígi tennisstjarnanna Björn Borg og John McEnroe árið 1980. Þessir kappar voru mjög ólíkar týpur sem kemur skýrt fram í myndinni. Borg var þessi rólegi, nánast laus við tilfinningar á meðan McEnroe lét oft tilfinningarnar stjórna sér. Björn Borg er leikinn af einum besta leikara þjóðarinnar, Sverri Guðnason, sem stendur sig frábærlega vel. Hann smellpassar í hlutverkið enda sænskumælandi og nokkur líkur Borg. Shia LaBeouf er fínn líka en fær þó minni tíma á skjánum til að þróa sína persónu. Þetta er fín íþróttamynd en hún nær þó ekki að...

Lesa meira

Your Name (2016)

“Boy becomes girl. Girl becomes boy. Falling in love was never this complicated.” Your Name er nokkuð mögnuð japönsk teiknimynd gerð eftir skáldsögu leikstjórans, Makoto Shinkai. Myndin fjallar um stúlku og dreng sem lifa ólíku lífí á ólíkum stöðun en lenda í því að skipta um líka í tíma og ótíma eins furðulegt og það kann að hljóma. Sagan er virkilega vel skrifuð og teikningar og frágangur er allt fyrsta flokks. Þessi mynd er nr. 79 á lista imdb yfir bestu kvikmyndir allra tíma sem ætti að segja ansi mart um gæði myndarinnar. Mér fannst helsti gallinn við myndina...

Lesa meira

The Killing of a Sacred Deer (2017)

“Is your heart in the right place.” The Killing of a Sacred Deer er annað samstarfsverkefni Colin Farrell og leikstjórans Yorgos Lanthimos en þeir gerðu hina furðulegu The Lobster árið 2015. Þessi mynd er talsvert aðgengilegri en er þó líka skrítin á sinn hátt. Sagan er úr grískri goðafræði (Iphigenia í Aulis) en titillinn vísar í dádýr sem var óvart drepið. Í þessari mynd eru það læknamistök sem valda dauða sem hefur ákveðnar afleiðingar fyrir lækninn. Það er erfitt að lýsa þessari mynd. Persónur haga sér á furðulegan hátt og allt er hálf draumkennt. Það er oft á tíðum...

Lesa meira

VINSÆLT

Bíókorn