Hörður Fannar Clausen, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Hörður Fannar Clausen

mother! – Geðshræringar og myndlíkingar

Stutta útgáfan: Sláandi og djörf, mother! mun án efa sitja lengi eftir í minni allra þeirra sem sjá hana.   Langa útgáfan: Það hefur vart farið fram hjá mörgum um þessar mundir hversu umdeild mother!, nýjasta mynd Darren Aronofsky hefur verið hjá gagnrýnendum og áhorfendum síðan hún var fyrst sýnd á kvikmyndahátiðinni í Feneyjum fyrir rúmri vikur síðan. Aronofsky, hvað þekktastur fyrir ögrandi og oftar en ekki krefjandi verk á borð við Requiem For a Dream, Black Swan og Noah leitar hér í kjarnahugmyndir og pælingar sem hafa komið fram í myndunum hans til þessa, þá helst egó, þráhyggjur...

Lesa meira

Tortímandinn snýr aftur – aftur

Terminator myndabálkinn virðist jafn erfitt að tortíma og titilkarakterinn sjálfan,(jafnvel eftir góða tilraun til þess með Genysis) en sjötta mynd seríunnar hefur fengið nýtt líf í formi Tim Miller, sem er hvað þekktastur fyrir orðljótu ofurhetjumyndina Deadpool. James Cameron, upphafsmaður seríunnar hefur heitið því að vera nánari framleiðslunni í þetta skiptið og Schwarzenegger er (aftur) mættur aftur. Gæti orðið gott en það sama sögðu menn um Genysis þannig ég mæli með vott af tortryggni til að forðast slík vonbrigði...

Lesa meira

Meira Carpenter?

Einn af helstu meisturum hryllingsgeirans John Carpenter hefur ekki leikstýrt kvikmynd í yfir 10 ár núna, en þótt hans sé sárt saknað þar geta aðdáendur fagnað óvæntri endurkomu kóngsins í formi nýs tónlistarmyndbands sett við frumsamda tónlist Carpenter fyrir mynd sína Christine (1983). Boðar myndbandið endurrisu Carpenter í kvikmyndum? Vonum það, en í millitíðinni getum við gætt okkur á...

Lesa meira

Annabelle: Creation – Draugagangur í sveitinni

Stutta útgáfan: David F. Sandberg reynir, en hann er enginn James Wan. Ef þú fílaðir hina myndina þá ætti þessi að vera bærilegasta skemmtun seint á laugardagskvöldi. Ef ekki…   Langa útgáfan: Í þessu framhaldi sem gerist á undan fyrri spinoff myndinni (úff) færumst við enn aftar í líflínu Annabelle dúkkunnar, nú alla leið að sköpun hennar á sjötta áratug síðustu aldar og atburðarrásarinnar sem leiðir til þess að hún verður að þessari hálf-íkonísku hryllingsmynda fígúru nútimans. Rúmum áratug eftir harmþrunginn dauða dóttur þeirra, hleypa leikfangasmiður og konan hans nunnu og hópi munaðarlausra stelpna, í leit að hæli, inn...

Lesa meira

Bayhem í hámarki: Það besta frá Michael Bay

„You must have the devil in you to succeed in any of the arts“ – Voltaire „Some nights I sleep like a baby. Other nights it’s, Oh God, I just came up with a bomb shot.“ – Michael Bay Sir Anthony Hopkins kallar hann snilling! Steven Spielberg telur hann hafa skapað sína eigin tegund af kvikmyndum! Gjörninga- og götulistamaðurinn Shia LaBeouf segir hann „dope“. Hver hlýtur hvílik lof frá fyrirmyndaraðilum Hollywood iðnaðarmaskínunnar? Fyrir rúmum tveimur árum síðan tók ég fyrir kvikmyndakappann Michael Benjamin Bay og raðaði öllum myndunum hans í gæðaröð eftir mínu höfði (með tilliti til „Bayhem“ magns...

Lesa meira

VINSÆLT