Hörður Fannar Clausen, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Hörður Fannar Clausen

The Lords of Salem (2012) – Lof fyrir tímabil nornarinnar

Undir lok 17. aldar í Salem í Massachusetts, BNA myndaðist ofsahræðsla meðal strangtrúaðra þorpsbúa. Önnur hver sem óhlýðnaðist eða brást orði Guðs lá undir grun um að vera hryllileg norn sem hafði það eitt í huga að steypa samfélaginu á hvolf og veita kölska umboðið í ríki Guðs. 20 “nornir” voru teknar af lífi í fárinu á meðan 10 sinnum fleiri en það voru ásakaðir. Sannleikur málsins er eflaust ekki eins áhugaverður og sögurnar sem spruttu þaðan, því nornafárið í Salem hefur orðið innblástur margra frábærra hryllingssagna bæði í prenti og kvikmyndum þar sem nornirnar voru ekki aðeins verið...

Lesa meira

Happy Death Day: Lífleg en pínu löt

Sutta útgáfan: Létt endurvinnsla á Groundhog Day sniðinu yfir í slasher mynd sem býður upp á nægilegan hlátur til að láta mann gleyma skort á frumleika.   Langa útgáfan: Happy Death Day, nýjasta mynd leikstjórans Christopher Landon (líklega best þekktur fyrir fimmtu Paranormal Activity) notast við sama grunnstef og ein allra besta gamanmynd tíunda áratugsins Groundhog Day (1993) gerði þ.e. að aðalpersónan (hérna háskólaneminn Tree) festist í tímalykkju og endurlifir sama daginn aftur og aftur. Lokkandi viðbótin við Happy Death Day er hinsvegar sú að í stað þess að enda ótalda dagana með svefni þá felur lykkja Tree í...

Lesa meira

mother! – Geðshræringar og myndlíkingar

Stutta útgáfan: Sláandi og djörf, mother! mun án efa sitja lengi eftir í minni allra þeirra sem sjá hana.   Langa útgáfan: Það hefur vart farið fram hjá mörgum um þessar mundir hversu umdeild mother!, nýjasta mynd Darren Aronofsky hefur verið hjá gagnrýnendum og áhorfendum síðan hún var fyrst sýnd á kvikmyndahátiðinni í Feneyjum fyrir rúmri vikur síðan. Aronofsky, hvað þekktastur fyrir ögrandi og oftar en ekki krefjandi verk á borð við Requiem For a Dream, Black Swan og Noah leitar hér í kjarnahugmyndir og pælingar sem hafa komið fram í myndunum hans til þessa, þá helst egó, þráhyggjur...

Lesa meira

Tortímandinn snýr aftur – aftur

Terminator myndabálkinn virðist jafn erfitt að tortíma og titilkarakterinn sjálfan,(jafnvel eftir góða tilraun til þess með Genysis) en sjötta mynd seríunnar hefur fengið nýtt líf í formi Tim Miller, sem er hvað þekktastur fyrir orðljótu ofurhetjumyndina Deadpool. James Cameron, upphafsmaður seríunnar hefur heitið því að vera nánari framleiðslunni í þetta skiptið og Schwarzenegger er (aftur) mættur aftur. Gæti orðið gott en það sama sögðu menn um Genysis þannig ég mæli með vott af tortryggni til að forðast slík vonbrigði...

Lesa meira

Meira Carpenter?

Einn af helstu meisturum hryllingsgeirans John Carpenter hefur ekki leikstýrt kvikmynd í yfir 10 ár núna, en þótt hans sé sárt saknað þar geta aðdáendur fagnað óvæntri endurkomu kóngsins í formi nýs tónlistarmyndbands sett við frumsamda tónlist Carpenter fyrir mynd sína Christine (1983). Boðar myndbandið endurrisu Carpenter í kvikmyndum? Vonum það, en í millitíðinni getum við gætt okkur á...

Lesa meira

Bíókorn