Heimir Bjarnason, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Heimir Bjarnason

Eftirlíkingar sigra smáhestana

Blade Runner 2049 var frumsýnd í 63 mörkuðum víðs vegar um heiminn um helgina. Hún tók fyrsta sæti í 45 mörkuðum, þ.a.m á Íslandi. Aðrar frumsýningar á Íslandi voru myndirnar My Little Pony og Personal Shopper. Það er afar ólíklegt að áhorfendahópar þessara þriggja mynda hafi skarast mikið að. Nema þú sért fjölskyldumaður. Ein magnaðasta sci–fi mynd síðari ára er komin í bíó. Framhald einnar af mínum uppáhalds. Ég er hins vegar á My little pony myndinni. — Bragi Valdimar (@BragiValdimar) October 7, 2017 Búist var við 40-50 milljón dollara opnun vestanhafs fyrir Blade Runner. Það reyndist ekki og...

Lesa meira

Blade Runner 2049: Sci-fi framhald af bestu gerð

Stutta útgáfan: Dáleiðandi og áhrífarík upplifun sem er svo mögnuð að hún lyftir fyrri myndina einnig upp í gæðum. Besta mynd ársins hingað til og algjörlega framúrskarandi á allan hátt.   Langa útgáfan: Er Blade Runner (1982) mynd sem virkilega þurfti á framhaldi að halda? Efasemdir í garð nýju myndarinnar, Blade Runner 2049, eru mjög skiljanlegar og sérstaklega þegar myndin var fyrst tilkynnt. Síðan var Denis Villeneuve fenginn sem leikstjóri. Hampton Fancher, maðurinn á bakvið upprunalegu Blade Runner, var fenginn til að penna söguna. Ridley Scott tók sæti framleiðanda og Harrison Ford gekkst við því að stíga í hlutverk...

Lesa meira

Undir trénu: Geðveik Edda Björgvins í djörfu heimilisstríði

Stutta útgáfan: Kostulegir karakterar ásamt þéttu handriti gera þessa dökku tragí-komedíu að flottri viðbót við íslensku kvikmyndaflóruna.   Langa útgáfan: Undir trénu er gaman-drama, eða tragí-komedía, eftir leikstjórann Hafstein Gunnar Sigurðsson. Hann gaf fyrst frá sér hina vanmetnu og æðislegu Á annan veg sem kom og fór árið 2011 án þess að margir tækju eftir. Vonandi gera áhorfendur ekki sömu mistök í þetta sinn. Huldar Breiðfjörð og Hafsteinn vinna aftur saman að handritinu, eins og þeir gerðu með París norðursins, og ná að spinna ferska sögu um nágrannaerjur og hversdagsleikastríðið sem myndast úr því. Nánar sagt fjallar myndin um...

Lesa meira

Er Get Out dulbúin endurgerð á Skeleton Key?

YouTube-notandinn Couch Tomato gaf út myndband í vikunni þar sem hann hendir fram þeirri vangaveltu að Get Out og Skeleton Key eigi margt sameiginlegt. Hann fer nánast svo langt að kalla Get Out hálfgerða endurgerð á Skeleton Key. Það er margt til í þessu og hann fer yfir 24 hliðstæður sér til máls. Get Out sló í gegn þegar hún kom út fyrr á árinu. Hún hefur halað inn rúmum 250 milljónum dollara á heimsvísu en það kostaði tæpar 5 milljónir að framleiða hana. Skeleton Key fékk ekki sömu viðtökur, hvorki frá gagnrýnendum né áhorfendum, og hafa flestir ábyggilega...

Lesa meira

Logan Lucky: „Suðurríkja-Bond“ slær í gegn

Stutta útgáfan: Spennuleysi og furðulegt flæði koma ekki í veg fyrir góða skemmtun þökk sé flottum frammistöðum flestra, hressandi stíl og nokkrum úrvalssenum ásamt tilfinningakjarna sem virkar. Langa útgáfan: Eftir 24 ára langan feril sagði Steven Soderbergh skilið við bíómyndaheiminn árið 2014 með myndinni “Side Effects”. Hann sagði ástæðuna vera hvernig hlutunum væri háttað í Hollywood og að leikstjórar og verk þeirra fengu slæma meðhöndlun. Það tók hann þó ekki langan tíma að snúa aftur. Guð, eða nýja dreifingarplani Soderbergh, sé lof. Logan Lucky fjallar um Logan-bræðurna, Jimmy og Clyde, sem ákveða að ræna NASCAR-keppni eftir að fyrrverandi eiginkona...

Lesa meira
  • 1
  • 2

Bíókorn