Birgir Snær Hjaltason, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Birgir Snær Hjaltason

Bestu ’90s hasarmyndirnar

… sem eru án sci-fi elementa. (annars yrðum við hér í allan dag) Tíundi áratugurinn var mikil gullöld fyrir heilalausar og/eða fjarstæðukenndar hasarmyndir, á tímum þar sem allt var gert fyrir framan tökuvélarnar og tölvubrellur ekki enn komnar á skrið í því magni sem þau eru í dag. Áður en ofurhetjur og músík-vídeó stíll var farinn að yfirtaka allt snérist geirinn að miklu leyti um brjálaðar dauðatölur, hnyttna frasa, blæðandi ‘kúl’ og oftar en ekki löggur að bjarga heiminum eða einkalífi sínu – stundum hvort tveggja.   The Last Boy Scout (1991) Þessa mynd má kalla eins konar draumaverkefni hjá...

Lesa meira

Atomic Blonde (2017)

Þegar maður heyrði að David Leitch, annar helmingurinn af John Wick teyminu, væri að gera hasarmynd sem gerðist á tímum kalda stríðsins varð maður nokkur spenntur. Ekki nóg með það, heldur fékk hann gæðaleikara í lið með sér: Charlize Theron rokkar aðalhlutverkið og James McAvoy, John Goodman, Toby Jones, Eddie Marsan og Sofia Boutella láta vel um sig fara í aukarullum. Aðalsöguhetjan Lorraine (Theron) er send til Berlínar, rétt áður en Berlínarmúrinn fellur, til að ná í lista sem inniheldur nöfn gagnnjósnara. Ef þér finnst þetta hljóma kunnuglega þá hefur Mission Impossible kvikmyndaserían nokkrum sinnum tæklað svipaða ástæðu til...

Lesa meira

Beverly Hills Cop (1984)

Þegar það er verið að tala um spennumyndir (alvarlegar eða kómískar) frá ’80s tímabilinu finnst mér margir gleyma að telja upp Beverly Hills Cop. Hún hefur það sem kvikmyndir frá þessu tímabili eiga að hafa sem er að taka sig aldrei of alvarlega. Í staðinn fyrir að vera of alvarleg eins og margar myndir nú af dögum þá ertu að fá meira af skemmtilegum karakterum og nóg af húmór sem blandast vel inn í allan hasarinn. Beverly Hills Cop er mjög einföld í sínum söguþræði, það er ekki slæmur hlutur, en hún fjallar um lögreglumanninn Axel Foley sem óhlýðnast...

Lesa meira

Fast & Furious 8: Töffarastælar og uppvakningabílar

Stutta útgáfan: Fast 8 gefur fyrri myndunum ekkert eftir í sínu heilalausa skemmtanagildi og útfærir bílaatriði sem sprengja alla skala. Johnson og Statham stela myndinni sem sinni kemistríu og Theron stendur sig frábærlega sem hakkarinn Cipher. Þú veist hverju þú átt von á – njóttu þess bara.       Langa útgáfan: Hverjum hefur dottið í hug fyrir 17 árum að Fast & Furious kvikmyndabálkurinn myndi verða ein stærsta hasarsería síðustu áratuga? Líklegast engum. Fast 8 heldur áfram að stækka sögusviðið og spreyta sig í því hvaða landi lykilhópurinn getur rústað byggingum í. Heppilega veit nýi leikstjórinn F. Gary Gray (The...

Lesa meira

Baywatch sýnishornið spókar sig

Fimmtán árum eftir að hinir geysivinsælu Baywatch þættir luku göngu sinni erum við að fá glænýja mynd um hið ofurfallega fólk sem kann að hlaupa í „slow-mo“ og eru líka reyndar lífverðir. Þótt af ekkert að gamla hópnum snúa aftur sem aðalleikarar koma þau fyrir í smáhlutverkum í myndinni. Nóg af tali, hér kemur sýnishornið sem sýnir nóg af holdi fyrir bæði kynin. Með aðalhlutverk Baywatch fara: Dwayne Johnson, Zach Efron, Alexandra Daddario, Priyanka Chopra og Kelly Rohrbach. Útgáfudagur er síðan 27.maí, þannig það er ekki langt í að við horfum á gullfallegt fólk bjarga hinum venjulega...

Lesa meira

Bíókorn