Atli Sigurjónsson, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Atli Sigurjónsson

Charlie Sheen og ævintýrið í öðrum Tvíburaturninum – Sýnishorn

Já dömur mínar og herra, myndin sem þið öll hafið beðið eftir fer senn að koma. Loksins hefur einhver ekki bara sameinað Charlie Sheen og Whoopi Goldberg heldur líka í mynd um ekkert annað og minna en árásina á tvíburaturnana. Hvern hefur ekki dreymt um að sjá Charlie Sheen horfast í augu við dauðann á 11. september? Hver hefur ekki viljað sjá þessi tvö stórstirni berjast um hvort á óskarinn meira skilið? Hver hefur enn ekki fengið nóg af tilfinningaklámi og hetjurúnki tengdu árásinni ógurlegu á World Trade Center? Draumurinn hefur ræst. En þó ekki alveg strax þar sem...

Lesa meira

Klikkaðir kvikmyndatitlar

Hvað er það sem gerir góðan, eða eftirminnilegan, bíómyndatitil? Stundum er það einfaldleikinn sjálfur, eitthvað á borð við The Thing eða Alien; tvö dæmi um titla sem segja allt sem þarf í einu orði. Sumir titlar eru einfaldlega bara svo svalir, eins og t.d. There Will be Blood og A Fistful of Dollars, titlar sem láta myndina hljóma eins og hún sé virkilega “badass”. En oft eru eftirminnilegustu titlarnir þeir skrítnustu og klikkuðustu sem láta mann halda að kvikmyndagerðarmenninir hafi verið á einhverjum mjög sterkum efnum en láta mann um leið virkilega vilja sjá myndina, í þeirri von að...

Lesa meira

Alamo Drafthouse og bandarísk bíóhúsamenning

Nýverið flutti ég til Bandaríkjanna til að stunda nám í kvikmyndaskóla. Skólinn er í Austin, Texas, blárri demókrataborg í rauða fylkinu. Borg sem er þekkt fyrir frjálslyndi, hipsterisma, fjölbreytta tónlistarsenu (South by Southwest hátíðin er t.d. haldin þar) og mikið listalíf. Slagorð borgarinnar er líka “Keep Austin Weird” – hún er semsagt allt öðruvísi en restin af Texas, flestir í Austin kusu t.d. ekki Trump. Eitt af því mörgu athyglisverðu sem borgin er þekkt fyrir, ásamt því að vera “live music capital of the world”, er bíóhúsakeðjan Alamo Drafthouse. Keðjan er núna á víð og dreif um landið, en...

Lesa meira

Free Fire: Einn langur skotbardagi

Stutta útgáfan: Free Fire er ágætis “flippmynd” sem þó skortir dýpt og skilur lítið eftir sig. Leikararnir standa sig vel og húmorinn er góður en kvikmyndagerðin mætti vera sterkari. En fyrir þá sem fíla myndir af þessu tagi er þetta fín skemmtun.       Langa útgáfan: Breski leikstjórinn Ben Wheatley hefur gert sex myndir á undanförnum átta árum en það hefur tekið hann smá tíma að komast yfir í meginstrauminn. Hann virðist vera að detta inn í hann núna og má segja að nýjasta mynd hans, Free Fire, sé hans aðgengilegasta til þessa. Ekki að hinar myndirnar séu...

Lesa meira

Never Say Never Again (endurlit): „Hin“ Bond myndin

Stutta útgáfan: „Hin“ Bond myndin frá 1983 sem ekki allir muna eftir. Óvenjuleg og athyglisverð að vissu leyti en líka frekar hallærisleg og verður að teljast í flokk með síðri Bond myndum, en þó leiðist manni ekki yfir henni.   Langa útgáfan: Árið 1983 komu út tvær James Bond myndir. Aðra þeirra ættu flestir að kannast við, Octopussy, en hin er öllu gleymdari í dag: Never Say Never Again. Ástæðan fyrir því að tvær Bond myndir voru gerðar þetta árið er að þær voru gerðar af sitt hvorum aðilanum og er svolítil saga á bak við það. Við ætlum ekki...

Lesa meira

Bíókorn