Sigurjón Hilmarsson, Author at Bíóvefurinn

Höfundur: Sigurjón Hilmarsson

Rear Window (1954)

Aðalkarakterinn Jeff, leikinn af James Stewart, er ljósmyndari sem er fastur í íbúðinni sinni vegna fótbrots og hittum við hann á síðustu batavikunni sinni af átta. Til að drepa tímann byrjar hann að fylgjast með nágrönnum sínum út um gluggann og verður vitni að mögulegu morði. Ég hef hugsað og pælt mikið í þessari mynd síðan ég horfði á hana, Rear Window. Ég var að sjá hana í fyrsta skiptið, ótrúlegt en satt, og ég get ekki hætt að bera hana saman við svipaðar myndir; spennudrama þar sem atburðarásin gerist bara á einum stað. Buried, Frozen (ekki Disney myndin)...

Lesa meira

Edgar Wright svarar spurningum netverja

Ask me anything (AMA) þráðurinn á reddit er einn vinsælasti vettvangurinn í dag til að svara spurningum almennings um ýmis málefni. Hver sem er getur spurt og hver sem er getur boðað sig fram í „viðtal“. Edgar Wright tók nýlega þátt til að kynna Baby Driver og fórum við yfir bestu spurningarnar. Hann varaði spyrjendum þó við að hann væri algjörlega ósofinn og gætu því sum svörin verið aðeins skrítnari en önnur. Kíkjum á þetta.   Hæ Edgar. Youtube þátturinn „Every frame a painting“ (sem er snilld, tékkið á honum hér) fór yfir það hversu góður þú ert að framkvæma sjónræna...

Lesa meira

Baby Driver: Músík, stíll og stemning í hágír

Baby Driver er algjörlega sú fyrsta af sinni tegund, að því leyti að hún er einstök blanda af gamaldags bíótöfrum og nýstárlegri framkvæmd, þar sem tónlistarnotkun, klipping og kvikmyndataka sameinast í absolút samsetningar-kraftaverk. Fyrri myndirnar frá Edgar Wright hafa einkennst af úthugsuðum skotum þar sem myndavélin nær nánast að vera sér karakter og náði sá stíll hápunkti með lokainnslagi Cornetto-þríleiksins, The World‘s End. Eftir að hafa þróað fullkomna formúlu sem margir hafa reynt að stíla eftir, tekur hann óvænta 180 gráðu beygju og stefnir í allt aðra átt. Í Baby Driver er bröndurum fækkað, myndatakan og klippingin ekki jafn...

Lesa meira

Bíófíklar mæla með svarthvítum myndum

Kvikmyndahús hafa fyrst og fremst alltaf snúist um upplifun. Upplifunina að horfa á mynd í bíó í staðinn fyrir að horfa á hana heima (eftir að það varð hægt, að sjálfsögðu) og á síðustu árum hefur kvikmyndaupplifunin þróast svo gríðarlega hratt. Þrívíddarmyndir, rosalegar tæknibrellur, klikkuð hljóðkerfi og ofur tær myndgæði þar sem litirnir nánast stökkva af skjánum. Þetta hefur þó leitt til þess að margir líta niður á eldri myndir og þá sérstaklega þær sem eru svarthvítar. Ég hef oft heyrt frá fólki að það forðist svarthvítar myndir. Þær séu ekki nægilega heillandi og séu of gamlar og lúnar....

Lesa meira

Fimm klassískar myndir sem voru upphaflega hataðar

Flestir þekkja og elska þessar myndir, en þær voru ekki alltaf taldnar vera jafn frábærar og þær eru í dag. Við kíkjum á hvaða myndir fengu upprunalega hornauga og hvað breyttist.   5. The Thing (166. sæti á IMDB Top 250) „Kjánaleg og þunglyndisleg…leikararnir eru einungis leikmunir fyrir morð..þetta er of kjánalegt til að vera ógeðslegt. Þessi mynd er rusl“ – New York Times. Gagnrýnendur spöruðu ekki stóru orðin þegar The Thing eftir John Carpenter kom út árið 1982. Roger Ebert var aðeins jákvæðari og kallaði hana „góða ælupoka mynd en tímanum þínum væri betur eytt í að horfa á...

Lesa meira

Bíókorn